Nafnlausa eyjan

Ætli það sé ekki kominn tími til þess að skrifa nokkrar línur. Ég efast ekki um það.

Ég hef verið að velta einum hlut fyrir mér í nokkurn tíma. Eitthvað sem ég er ekki viss um að allir hafa pælt í. Eitthvað sem er of nálægt veruleika okkar til þess að við sjáum það. Sko.... Færeyjar er samansafn af eyjum sem eiga sér öll nöfn. Ísland er líka ekki bara eyja heldur eyjur. Það er hellingur af eyjum í kringum stóru eyjuna sem við flest búum í. Þessar litlar eyjar í kring eiga sér nöfn eins og Papey, Flatey, Viðey, Grímsey, Heimaey og svo framvegis. Þær tilheyra hins vegar allar Íslandi. Hvað með stóru eyjunni sem við búum flest í. Heitir hún ekki neitt? Af hverju meiga eyjur í kring eiga sér nöfn en vera samt hluti af Íslandi en ekki stóra eyjan okkar?  Mér finnst að fólk ætti að velta þessu fyrir sér. 

Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í Friðrik Ómar sem hefur verið bitbein manna í bloggsíðum landans. Ætla bara að segja eftirfarandi: Maðurinn er barn. Hann ber öll einkenni barns. Hann lendir í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra, fer í fýlu, fellir tár og segir að hann ætli sko aldrei að hætta fyrr en hann vinni. Þegar hann loksins vinnur núir hann því um nasir þeirra sem tapa. Ég er hræddur um að hann hafi verið einn af þeim sem fóru að gráta í æsku ef hann tapaði í fótbolta. Án þess að þetta mat mitt á manninum hafi nokkur áhrif á því hvernig mér finnst þetta blessaða lag vera finnst mér það hálfgerð froða. Sé það ekki eiga nokkurn séns á að komast áfram. Ég vonaði að Dr. Spock ynni. Þeig hefðu sennilegast vakið nógu mikla athygli og komist áfram.

En nóg af því. Ég fer nú að vera duglegri í að blogga. Lofa því. Hef þetta ekki lengra í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, eyjan okkar á auðvitað að hafa nafn og legg ég til Thule! Þ.e. ef hún á ekki e-ð ;)

Dóra (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:55

2 identicon

ég legg til að eyjan verði skírð Birkir

Birkz (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:03

3 identicon

ég segi Blöndulhlíð eða eyjan hans Birkis

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband