Sumarið er tíminn

Ég hef fundið mér sumarvinnu. Ég mun vinna við ritstörf sem rithöfundar minnar eigin BA- ritgerðar. Ég fæ ekkert borgað fyrir þetta starf mitt utan námslána, einungis þá miklu ánægju sem að heimildarvinna og ritunin veita mér. Get ekki beðið. Án nokkurs gríns og glens held ég að þessi ákvörðun sé skynsamleg svo að þessi ritgerð verði alvöru. En þar með vantar mig vinnu þegar líður að haustinu. Þá hafði ég hugsað mér að fara á vinnumarkaðinn í þó nokkurn tíma áður en ég fer hugsanlega í meistaranám. Þegar ég lít yfir atvinnuauglýsingar þessa dagana sé ég að vísu ekkert sem henti mér, félagsfræðingi, neitt sérstaklega. Maður veltir því fyrir sér af hverju maður skellti sér ekki í lögfræði eða viðskiptafræði þar sem að auglýst er töluvert eftir fólki með slíka menntun.  

 

Ég sótti um fréttamannastöðu hjá fréttastofu RÚV (útvarps og sjónvarps) og hjá Fréttablaðinu. Ég komst í annan hluta prófsins hjá RÚV en var ekki einu sinni boðaður í viðtal hjá Fréttablaðinu. Kannski er það bara gott og blessað fyrst að maður er að skrifa ritgerðina. By the way á ritgerðin að fjalla um blogg sem fréttamiðil. Bloggið er nefnilega alveg virkilega áhugaverður miðill þegar lýtur að fréttamennsku þar sem að bloggið er án ritstjórnarstefnu. Blogg er ekki heldur markaðsvara eins og dagblöðin og sjónvarpsstöðvarnar. Þó að ekki sé pláss fyrir umfjöllun um knattspyrnuleik í þriðju deild út á landi í stóru miðlunum geta fjörugar umræður skapast á blogginu. Þar kemur að öðrum merkilegum hlut við bloggið, að það er gagnvirkt. Sérstaklega með athugasemdarkerfinu. Blogg er skemmtilegur miðill sem hefur ekki verið skoðaður mikið með tilliti til fræðimanna og kenningasmiða fjölmiðla- og félagsfræðinnar.  

 

Þannig að sumarið mun einkennast af blankheitum og einhverju fótboltaglápi. Einnig sé ég alveg fyrir mér að ég bloggi töluvert meira heldur en undanfarið. Litlar sem engar líkur verða á neinni utanlandsferð. Úr því reynir maður þó að bæta á næsta ári.  Nýtið nú það að bloggið er svona skemmtilega gagnvirkt og kommentið... þó ekki nema til þess að senda manni eins og litla kveðju.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hlakka til að sjá umfjöllun um BÍ/Bolungavík á síðunni hjá þér í sumar

Stebba (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:17

2 identicon

Hehehehe, mun leggja mig allan fram í að mæta á leiki BÍ/Bolungarvík. Bæði karla og kvennaleikina út um allt land. Mun öskra mig hásan í öllum æsingnum. Skrifa síðan hlutdrægar umfjallanir um leikina.

 Algjörlega, klárlega skoooh!!!

Bárður (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband