Ungfrú Reykjavík.....

Ég get nú sagt ykkur eitt. Hér áður fyrr horfðum við félagarnir stundum á fegurðarkeppnir á borð við Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland. Ég get alveg tekið undir það að þar með vorum við að hlutgera konur og ýta undir kynjamismun allt það en það er ekki málið, það skiptir engu máli :-). Málið er að ég var alveg ótrúlega naskur á að finna út hvaða stelpa ynni hverja keppni. Leikskólastjórinn úr Eskihlíðinni aka bakvörðurinn og læknisfræðikutinn frá Debrechen aka Eurovisiontöffarinn geta alveg tekið undir það. Þessi spádómsgáfa mín virðist ekkert fara aftur því að eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér í smástund í gær á meðan ég horfði með öðru auganu á Ungfrú Reykjavík var ég mað á hreinu hver ynni keppnina. Það kom líka í ljós að stúlkukindin sem að ég hélt að ynni vann. Verst með hvað völvuspáin mín fyrir árið 2008 virðist engan veginn vera að rætast.

Ég hefði til að mynda engan vegin séð fyrir mér að vörubílstjórar tepptu umferð í erg og gríð til þess að fá ráðamenn til þess að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bensíni. Virðisaukaskatt sem þessir aðilar fá endurgreitt að mestu leiti ef ég skil rétt. Veit ekki alveg hvað þeir eru að pæla. Hvaða helvíta manni dettur í hug að lækka bensín verð á tímum þar sem að rignir yfir okkur heimsendaspám vegna mengunar af mannavöldum. Mér skilst að bensínverð sé lægra hér en víða annars staðar í Evrópu. Auk þess yrði lækkun á bensínverði þennsluhvetjandi ef eitthvað er að marka Eðlisfræðinginn aka sósíalistann. Eftirtektarvert er að vörubílstjórar virðast hafa valið sér talsmann sem minnir mig stundum á Ralph Wiggum úr Simpsonþáttunum. Þegar hann er spurður út í eitthvað svarar hann eitthverju sem kemur málinu lítið sem ekkert við. 

Ég ætla þó ekki verja átök lögreglunnar við vörubílstjórana og einhverja krakka úr Norðlingaholti. Hægt hefði verið að beita valdi við þennan eina sem var að henda steinum og þeim sem voru að kýla lögreglumennina. Ef til vill hefði líka verið hægt að skamma og hringja í foreldra krakkanna sem voru að henda eggjum í átt að lögreglunni. En að beita úða og kylfum á vegferendur er fullmikið...er það ekki. Apinn sem var að öskra á lögregluna í beinni á Stöð 2 hefði mögulega geta fengið tiltal líka.

Kommentið nú endilega krakkar mínir. Mér sýnist á öllu að einungis eðalgellan frá Bolungarvík nenni að kommenta. Þið hin þurfið ekki að vera feimin.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Debrecen Bárður DEBRECEN! en nóg um það. Ekki tala illa um Ralph Wiggum enda forsetaefni springfield þar á ferð ef mig minnir rétt. Eðal strákur eða eins og hann segir sjálfur: "I´m special". Má læra mikið af honum.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:48

2 identicon

Ég held að það sé Debrechen og ef ég held það stoppar mig ekkert... EKKERT.

Ralph Wiggum er líklega efnilegasti maður og eflaust forsetaefni í USA. En gerir maður ekki aðeins meiri kröfur til talsmanna vörubílstjóra heldur en forseta USA. Ég bara spyr?

Bárður (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband