Pælingar varðandi sumardagskrá sjónvarpsstöðvanna

Heil og sæl.

Í síðustu færslu talaði ég um auglýsingaherferð Stöðvar 2 fyrir sumardagskrá sína. Samkvæmt auglýsingu frá stöðinni verður dagskrá stöðvarinnar í júní helgaður ¨sjónvarpsefni fyrir konur¨. Allt í einu varð kvikmyndin Wedding Crasher týpísk ¨stelpumynd¨. Skjár einn brást við samkeppninni með því að koma með svipaða auglýsingaherferð. Nú er þátturinn hans Þorsteins Guðmundssonar, Svalbarði, líka ¨stelpusjónvarpsefni¨. Alveg magnaður skítur. Það skemmtilegasta við þetta er hvernig RÚV bregst við þessu. Þeir auglýsa nú ¨Sjónvarpsdagskrá fyrir alla¨. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna Stöð 2 og Skjár einn auglýsir sjónvarpsefnið sitt sem stelpudagskrá. Er þetta viðbrögð við fótboltanum á RÚV? Hafa þeir játað sig sigraða í kapphlaupinu um karlmennina? Eða hefur Skjár einn og Stöð 2 komist að þeirri niðurstöðu að konur horfi það mikið meira á sjónvarp en karlmenn að það borgi sig að auglýsa efni sem stelpuefni svo að þær dragist frekar að þeim? Samkvæmt rannsókn sem við í áfanganum ¨Verkefni í íslenskum fjölmiðlum¨gerðum er mjög lítill munur á áhorfi kynjanna á dagskrár sjónvarpsstöðvanna hjá fólki á aldrinum 18 til 30 ára. Konur horfi lítið eitt meira á sjónvarp á virkum dögum en karlar aðeins meira um helgar. Samkvæmt þeim niðurstöðum er þetta alveg einstaklega vitlaus auglýsingaherferð hjá þessum tveim sjónvarpsstöðvum. Líklegast virkar herferðin letjandi fyrir karlmenn að skipta yfir á Stöð 2 og Skjá einn en þessar tvær stöðvar voru vinsælastar samkvæmt fyrrgreindri rannsókn meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára. Það má geta þess að Skjár einn miðar sjónvarpsefni sitt við fólk einmitt á þessum aldri. Það gera þeir vegna þess að auglýsendurnir, sem Skjár einn er háður, miða við þennan hóp almennings.

Því er það spá mín að þessar tvær stöðvar hríðfalli í áhorfsmælingum í sumar. Það kann þó að vera að tilraunarstarfsemi sé að ræða hjá þessum tveim sjónvarpsstöðvum þar sem að töluvert minna áhorf er á sjónvarp á sumrin. Það grunar mig að minsta kosti. 

En nóg um það 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu nokkuð búin að telja baunirnar í örbylgjupoppinu

Stebba (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband