Persónukjör vs. Fjórflokkakerfið

Síðast þegar ég bloggaði var ég gjörsamlega með BA-verkefnið mitt á heilanum og er efni bloggsins eftir því. En nú er um það bil hálft ár liðið sem ég hef notað til að þurrka út þessa geðveiki. Er farinn á vinnumarkaðinn. Vinn á leikskóla í Laugardalnum með yngstu krílunum, eins til tveggja ára. Algjör draumur í dós.

En nú eru að koma Alþingiskosningar og eins og margir vita ef til vill kemst strákurinn þá í ham með lyklaborðið og fer að blogga eins og vindurinn. Margt hefur breyst frá síðustu kosningum og hefur fólk verið duglegt að tala illa um fjórflokkakerfið sem að einkennir íslensk stjórnmál á landsvísu. Flokkar eru sakaðir um að fullnægja flokkshagsmunum í stað þess að hafa haf almennings í huga. Margir telja að persónukjör myndi gera að verkum að þingið hugsi um hag almennings í stað hag þriggja eða fjögurra flokka. Þessi umræða hefur verið ákaflega áberandi út um allar trissur. Það hefur meira að segja verið stofnaður stjórnmálaflokkur sem lítur á persónukjör sem einhverja lausn eins kaldhæðnislegt og það hljómar. Bóksalinn Bjarni og presturinn Þórhallur segja að það eina sem sameinar flokkinn sé andstaða við ESB. Annars sé þetta samtínungur fólks úr öllum áttum. Svona flokkar eru ekkert nýjir. Þetta er flokkur sem fjallar bara um einn málaflokk... svona eins Frjálslyndir voru og jafnvel eru. Þessi eini málaflokkur er að Ísland gangi ekki inn í Evrópusambandið. Gott og vel, það er viðhorf sem margir eiga samleið með enda ekki nema rétt helmingur þjóðarinnar sem vill fara í aðildarviðræður við ESB. En þá eiga þessir ágætu leiðtogar flokksins að viðurkenna það.

En svo við förum aftur að ræða um persónukjör og meintan kost þeirra yfir flokkakerfið. Stjórnmálaflokkar hafa hagsmuni að gæta. Við skulum bara viðurkenna það. Þeir starfa eftir ákveðnum hagsmunum þeirra sem styðja flokkinn. Þetta er sameiginlegt með hverjum einsta flokki á þingi. Er svarið persónukjör þar sem að einstaklingar geta boðið sig fram. Hafa einstaklingar semsagt ekki neinna hagsmuna að gæta? Ég er hræddur um það að ef hver einasti þingmaður væri kosinn með persónukjöri samanstæði þingið af 63 smákóngum sem allir legðu áherslu á mismunandi mál. Margir myndu að sjálfsögðu verja sína eigin hagsmuni í stað þess að verja hagsmuni almennings. Hvað eru síðan stjórnmálaflokkar í raun og veru? Stjórnmálaflokkur er hópur fólks sem líklegast hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Hópur fólks sem vinnur að sameiginlegu takmarki til að gera líf þeirra aðeins betra, ekki einstaklingar sem vinna að því takmarki að gera líf þeirra bærilegra.

Úff maður er kominn í ham. Það má ef til vill búast við fleiri færslum á næstu dögum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband