Bárður Ingi Helgason

Hér kemur listi sem ég svaraði og uppfæri reglulega

1.) Fyrra nafn: Bárður

2.) Millinafn: Ingi

3.) Eftir nafn: Helgason

4.) Gælunöfn: Bradley King, Bári, Bingi, Sebastiano Bau, Brad, Bassi, Bubbi, Aulabárður, Klaufabárður og Baldur eru þau nöfn sem mér svona helst dettur í hug.

5.) Tannbursti: Hann er svona hvítur og svolítið blár... mjög flottur.

6.) Bekkur: Bíddu við... ég er ekki í skóla þessa stundina en ef ég væri í grunnskóla ennþá væri ég í nítjánda bekk. Nítjánda bekk í Hlíðaskóla.

7.) Greindarvísitala: Alveg þokkaleg ætla ég að vona... vonandi ekki of lág og ekki of há.

8.) Skóli: Hlíðaborg-Hlíðaskóli-Menntaskólinn við Hamrahlíð- starfaði á leikskólanum Klömbrum-Háskóli Íslands-starfaði í Hlíðaskóla-starfa í leikskólanum Lækjarborg.... þetta eru skólarnir sem ég hef komið nálægt um ævina get ég sagt ykkur.

9.) Kyn: Ég er karlmaður

10.) Afmælisdagur: 2o. nóvember

11.) Stjörnumerki: Sporðdreki

12.) Fæðingarstaður: Fæðingardeild Landspítalans, Hringbraut

13.) Hæð: Samkvæmt vegabréfinu er ég 181 cm.

14.) Háralitur: Dökkbrúnt, þó að ósvífnir aðilar vilji meina að það finnist grá hár á hausnum mínum.

15.) Augnlitur: Brúnn, meira að segja frekar dökkbrún.

16.) Hæð ennis: Vá, ég veit það svei mér ekki. Er ekki með kollvik allavega. Bara hæfileg kollvik.

17.) Áttu kærasta/kærustu: Já, Dóra Marteinsdóttir heitir sú heppna :)

 

Uppáhalds:

18.) Bíómynd: Napoleons Dynamite, Forrest Gump, Lost in translation, Anchorman, Zoolander og er ekki skylda að nefna myndir eins og Star Wars og Godfather. Síðan finnst mér Batman Begins og The Dark Knight ekkert smá góðar. Lord of the Rings eru hins vegar ofmetnustu myndir samtímans og ætla ég ekki að eyða fleiri orðum um þær myndir... vildi bara koma því fram.

19.) Hljómsveit: Elliott Smith, Belle and Sebastian, Pink Floyd, Sigur rós, Bítlarnir, Beach boys, Interpol og fleiri. 

20.) Geisladiskur: ¨Takk¨ og ¨Með suð í eyrum/ Við spilum endalaust¨ með Sigur rós, Love Below með Outkast, Hvíta albúmið með Bítlunum, Antic með Interpol, platan með langa nafninu með Sometime og margar fleiri..

21.) Lag: Hoppípolla og Inní mer syngur vitleysingur með Sigur rós, A day in a life með Bítlunum og mörg fleiri.

22.) Leikari: Johnny Depp, Heath Ledger og Christian Bale ef þessum útlensku. Ólafur Darri og Gísli Örn Garðarson af þessum íslensku.

23.) Leikkona: Scarlett Johansson

24.) Tegund af tónlist: Ef Technotónlist er góð... þá er hún líka mjög góð. Annars var ég, er og verð líklega alltaf svolítill rokkari í mér.

25.) Bók: Draumalandið, Da Vinci Code, sakamálasögurnar hans Óttars M. Norðfjörð og Tinnabækurnar og Dagbækur Berts sem héldu mér á lífi á yngri árum og eiga skilið kredit fyrir það.

26.) Ístegund: Piparmyntu og bananakúlur takk. Eða svoleiðis brögð í shake.

27.) Litur: Rauður!!! Áfram Valur!!!

28.) Vikudagur: Föstudagar eftir vinnu. Setjast niður og helst fá smáblund. Laugardagar eru líka ekkert smá þægilegir

29.) Mánuður: Seinni hluti maí er snilld sem og seinni hluti desember.

30.) Frí: Sumarfrí er fyrirbæri sem á skilið verðlaun.

31.) Sjónvarpsþáttur: Friends, Seinfeld, Simpsons, Family guy, Boston Legal og síðast en ekki síst House.

32.) Gæludýr: Kettlingar og hvolpar.

33.) Buxur: Er eigilega alltaf í gallabuxum en skelli mér jafnvel stundum í víðar náttbuxur þegar liggur vel á manni.

34.) Skyrta/bolur: Finnst gaman að vera í Valstreyjunni minni... þegar ég passa í hann. Ég á líka skyrtu sem er grá og hvít sem ég keypti í Köben sem er í sérstöku uppáhaldi. 

35.) Sokkar: Allir svartir og flestir frá H & M 

36.) Skór: Brúnu awesome skórnir sem ég keypti í Aldo í Fields.

37.) Skartgripur: Bíddu við....

38.) Bestu vinir/vinkonur: Sigurbjörn, Jón Steinar, Birkir, Fríða og að sjálfsögðu Dóra mín.

39.) Brjálaðasti vinurinn: Sigurbjörn Þór Þórsson.

40.) Kjánalegasti: Ég er víst kjánalegasti í vinahópnum en ætli Birkir og Sigurbjörn deili ekki þeim titli þegar þeir taka: ¨nei þú, nei þú¨ taktana og fara að slást undir áhrifum áfengis. Stór hluti Evrópu skilar þá að núna en ég neita ekki að ég hlakka til að sjá þá taka þessa takta aftur þegar þeir sameinast á ný einhvern daginn.

 41.) Ljúfasti: Það er nú hún Dóra mín sama hvort henni líkar betur eða verr.

42.) Svalasti: Dr. Sigurbjörn Þór Þórsson, læknisfræðinemi.

43.) Heitasti: Fótboltamennirnir í hópnum, Fríða og magavöðvarnir á Birki fyrir utan hana Dóru mína.

44.) Gáfaðasti: Sigurbjörn hefur alltaf rétt fyrir sér, alveg óþolandi. Best að vera bara sammála honum og vera bara með honum í liði í Trivial.

45.) Heimskasti: Skoðanir sumra á dauðarefsingum finnst mér heimskulegar en það gerir viðkomandi alls ekki heimskann. Hann er meira að segja mjög skarpur og alveg ógeðslega góður í fótbolta.

46.) Krúttlegasti: Ég auðvitað vel vini eftir krúttleika þannig að ég get eigilega ekki valið á milli.

47.) Líklegastur til að ná árangri: Birkir er náttúrulega atvinnumaður í fótbolta og stefnir bara upp á við þar og Sigurbjörn náttúrulega í læknanámi. Jón Steinar er síðan auðvitað búinn að fá nýsköpunarverðlaun forsetans og í meistaranámi í eðlisfræði. Ég er allavega síst líklegur... Shit hvað ég á hæfileikaríka vini.

48.) Þarfnast góðs maka: Tjah, ætli það sé ekki Jón. Hinir eru allir með góðan maka.

49.) Líklegastur til að eignast milljón krakka: Hehehe Birkir Már Sævarsson.

50.) Líklegastur til að eignast engin börn: Dettur eigilega enginn í hug. Flest okkar hafa unnið með börnum og eiga eftir að verða góðir foreldrar..

51.) Líklegastur til að verða samkynhneigður: Erfið spurning.... erum allir gagnkynhneigðir.

52.) Líklegastur að lenda í fangelsi: Sigurbjörn ef hann tekur upp á því að fá sér lúr á Klambratúni á leið úr djamminu.

53.) Líklegastur til að nást með eiturlyf: Erum allir heimbreigðir ungir sveinar og ungar meyjar. Enginn myndi láta sjá sig með þann fjanda... nema kannski Jón.... hann er alltaf grunnsamlega hress á djamminu án þess að drekkar gleðivökva :-).

Um ástarskot þín

54.) Hver eru þau: Hef orðið skotinn oft og mörgum sinnum, er bara yfirleitt skotinn.

55.) Vita þau að þú ert hrifinn af þeim: Já, flestallar allavega. Leynir sér ekkert þó maður reyni að vera kúl á því, hef líklega bara verið vandræðalegur við það að reyna vera kúl á því.

56.) Ef svo er, hvernig föttuðu þau það: Ég var bara vandræðalegur í kringum þær og svoleiðis.

57.) Ef þú gætir farið á stefnumót með hverjum sem væri: Með Scarlett Johanssen og auðvitað Dóru mína á rómó stefnumót. Annars væri ég til í spjall við John Lennon, Jesú Krist og Sókrates.

Eitt og annað

58.) *N Sync eða Backstreet Boys: Öhhhhh Lúðraveit verkalýðsins eða Lúðrasveit Reykjavíkur.

59.) Hnetusmjör eða sulta: Sulta, Jarðaberjasulta ofan á nýju brauði.

60.) Coke eða Pepsi: Kók.

61.) Boxers, venjulegar eða g-string: Boxers.

62.) MTV eða VH1: Veit ekki. Horfi sjaldan á svona stöðvar. Hef ekki aðgang að þeim.

63.) Epli eða appelsínur: Epli, rauð epli.

64.) Vanilla eða súkkulaði: Gefið... gefið get ég sagt ykkur, Súkkulaði að sjálfsögðu.

65.) Blóm eða sætindi: Maður getur ekki borðað blóm.

66.) Rómantík, gamanmynd, hrollvekja eða fyndið: Yfirleitt gaman og fyndið en samt oftar og oftar hrollvekjur.

67.) Bækur eða tímarit: Maður er fljótari að lesa tímarit. Góðar bækur eru samt gulls í gildi þegar vel liggur á manni.

68.) Sjónvarp eða útvarp: Sjónvarpið.

 

Trúir þú á

69.) Engla: Já, eigilega geri ég það. Svona anda sem vilja manni vel sem vel er hægt að kalla engla.

70.) Geimverur: Einhversstaðar í geimnum örugglega.

71.) Himnaríki: Eftir dauðann.

72.) Helvíti: Ekki beint helvíti heldur eilíf jarðvist eða eitthvað svoleiðis sem vofa.

73.) Guð: Guð er til, engin veit hvernig hann er... en hann er til. Hvort hann er orka,vera eða eitthvað annað veit maður ekki.

74.) Skrattann: Ekki sem manneskja heldur sem hugarburður. Freistingin sjáðu til.

75.) Sjálfan þig: Ég get spjarað mig ágætlega held ég, vona það allavega.

Hefur þú:

76.) Farið í flugvél: Já, oft og mörgum sinnum.

77.) Grátið á almannafæri: Síðan ég var bara pínkulítill þá nei… Nema kannski smá í jarðarför afa en engin sá það held ég.

78.) Klifrað í trjám: Jájá, og styttum.

79.) Sofnað í bíó: Já, á Hannibal.

80.) Kysst stelpu/strák: Það hefur nú alveg komið fyrir.

81.) Hitt fræga manneskju: Heilsað heimsmeistara Frakka í fótbolta 1998. Sat hliðina hjá Hemma Gunn á ÍA- Valur sumarið 2007.

82.) Hitt forsetann: Hann hef ég hitt já. Reyndar áður en hann varð forseti.

83.) Verið hræddur um að verða skotinn: Nei, kannast ekki við það. Hef samt hugsað um það hvernig það væri. Reyndar var víst eitthvað gangfight þar sem byssur voru dregnar upp fyrir utan einhvern skemmtistað sem ég var í í Washington DC. En ég vissi barasta ekkert að því.

84.) Dottið í holu: Ekki holu nei, en á jafnsléttu margoft.

85.) Verslað í Rómeó og Júlíu: Nei, ekki ennþá. En hver veit.

86.) Synt nakin/n: Nei.

87.) Skrópað í skóla: Seinni árin í MH stundum og stundum í HÍ.

88.) Farið í bæinn til að tékka á sætum strákum/stelpum: Svona á yngri árum.

Hvað finnst þér um:

89.) Bill Clinton: Var betri forseti en Bush. Samt var alveg að ráðast á lönd eins og Súdan. Og var líka bara að hjálpa Ísrealsmönnum að murka lífið úr Palestínumönnum eins og Bush.

90.) Sleikjóa: Ekkert á móti þeim, geta verið klístraðir samt. Geta gert mann klístraðann.

91.) Drauma: Undirmeðvitundin getur verið undirförul veit ekki alveg hvort hægt sé að sjá óorðna hluti í draumi. Nema auðvitað undirmeðvitundin viti eitthvað meira en við höldum venjulega. Vil ekki útiloka það að draumar geti sagt okkur eitthvað.

92.) Ást: Yndisleg, pirrandi ef maður fær ekki nóg af henni.

93.) Þeyttan rjóma: Ja ja, sehr gut.

94.) South Park: Fyndið, mikilvæg ádeila á Bandaríkin og yfirleitt vestrænt nútímaþjóðfélag.

95.) Strákahljómsveitir: Hef enga skoðun á þeim. Hlusta ekki mikið á þær.

96.) Stráka: Eru margir hálfvitar. Stelpum tekst alveg ótrúlega oft að dragast að hálfvitunum og halda þar með að allir strákar séu hálfvitar. Flestir mjög fínir. Þeir fá líka oftast að heyra það að strákar séu hálfvitar.

97.) Stelpur: Geta verið kvikindislegar og látið mann líða illa. Geta líka verið bestu vinkonur og fengið mann til að brosa á erfiðustu stundum.

Spurningar sem skipta ekki máli:

99.) Sefurðu með tuskudýr: Nei, ekki lengur.

100.) Hvenær fórstu síðast í sturtu: Í morgun áður en ég fór í vinnuna.

101.) Ef þú værir tússpenni, hvaða litur værirðu: Dökkrauður.

102.) Hvað ertu með marga vini á vinalistanum: Á msn eru 25. 199 á Facebook. 

103.) Síðasti geisladiskur sem þú keyptir: Hugsa bara að það hafi verið diskurinn með Motion Boys.

104.) Hvað ertu lengi í sturtu: Svona 15 mín.

105.) Hvernig finnst þér rúsínu-hnetusmjör: haaa?? Hef ekki smakkað það.

107.) Sefurðu á bakinu, hliðinni eða á maganum: Á hlið held ég.

108.) Hvernig er músamottan þín: Er bara með lap top

109.) Hvað er undir rúminu þínu: Fullt, fullt, fullt af ryki.

110.) Ertu glöð/glaður að þessi spurningalisti er búinn: Mjög.

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Bárður Ingi Helgason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband