Koma Valur, stolt Reykjavíkur

Jæja dömur mínar og herrar.

Fimmti titill Vals í meistaraflokki á árinu varð staðreynd í kvöld þegar meistaraflokkur kvenna varð meistari meistaranna eftir sigur á litla systur í Vesturbæ 2-1. Stelpurnar urðu líka Reykjavíkurmeistarar nú fyrir skömmu. Fyrr á árinu hefur meistaraflokkur karla orðið Íslandsmeistari í Futsal og Atlantic cup meistarar. Að auki varð meistaraflokkur karla í handbolta bikarmeistari í handbolta. Meistaraflokkur karla í fótbolta geta bætt tveim bikurum við núna á næstu dögum. Þeir keppa við Fram í úrslitum deildarbikarins og við FH Í meisturum meistaranna.

Ef þetta sýnir ekki yfirburðastöðu Vals í íslensku íþróttalífi þá veit ég ekki hvað. Gefur heldur betur fögur fyrirheit fyrir sumarið.

 Kveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð nú meiri vindhanarnir þið Valsarar...  en ég er nú yfirleitt ánægð með það samt

Stebba (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:15

2 identicon

Jájá. Vindhani. Það er ég.

Bárður (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband