14.2.2007 | 18:15
Markaðsundrið Silvía Nótt Sæmundsdóttir.
Heil og sæl. Ég hef hugsað mér að flytja mig úr set og hefja svokallað moggablogg í stað þess að festast á blog.central.is. Flest blogg á blog.central.is eru annað hvort rituð af vinahópum sem auglýsa djömm eða matarboð á síðum sínum eða tólf ára gamlar dramadrottningar skrifandi svokallaðar ristað brauðs færslur. Að vísu er undantekningin sem sannar reglunnar reyndar stórvinur minn Birkir Már sem enn heldur sér á blog.central.is. En að öðru.
Mesta markaðsundur Íslandssögunnar er komið í ljós. Silvía Nótt sýnir með snilldarlegum hætti að í jafnlitlu samfélagi og viðgengst hér á landi er nóg að banka upp á hjá rétta liðinu og allir vita af því. Á örugglega eftir að ná gullplötusölu. Maður skoðar varla blogg hjá þokkalega þekktu fólki án þess að það bloggi um það að þessi drottning hafi bankað upp á hjá þeim og boðið þeim annað hvort nýja plötu sína eða barsmíðar frá lífvörðum hennar. Ekki nóg með það heldur haldið þið ekki að hún og önnur drottning, Unnur Birna, hafi ekki rölt fram hjá undirrituðum þar sem að hann sat í makindum sínum á Café Paris ásamt Doktor Sigurbirni. Engin kamera eða myndarvél þar á ferð heldur bara tvær vinkonur að hanga saman í bænum til að sýna sig og sjá aðrar. Ágústa Eva er horfin, Silvía Nótt gleypti hana. En þetta var þokkaleg fyrsta færsla á moggabloggi. Ætla ekki að hafa einkennissetningu eins og Steingrímur Sævar í blogginu hans. Bara....bless.
Athugasemdir
Jæja á að fara að blanda sér í þjóðfélagsumræðuna?
Jón Steinar (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:14
Já, fyrst núna ætla ég að gera það. Hef ekki talað um þjóðfélagið fyrr en nú
Bárður Ingi Helgason, 15.2.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.