Fyrirbyggjum næringaskort í heiminum...hjá flestum

Það hefur löngum verið þekkt að líkaminn gengur fyrir svokallaðri næringu. Næringu fær maður úr næringaríkum mat. Almennt telur fólk það gott samfélaginu að allir fái hæfilega mikla næringu, ekki of litla og ekki of mikla, til að get fúnkerað þokkalega í nútímasamfélagi. Aðeins einn hópur samfélagsins á hins vegar að lifa á ekki meira en einu jarðaberi og tveim salthnetum á dag, sem er by the way, þær veitingar sem ég fékk á fimmtugsafmæli Davíðs Oddssonar í Perlunni þegar ég var fjórtán ára. Sá hópur í samfélaginu sem ég tala um eru fyrirsætur. Fólk dáist að þessu fólki. Sjónvarpsstöðvar eru yfirfullar af þáttum þar sem keppst er eftir því að verða nógu helvíti kynþokkafullar og mjóar. Janice Dickenson og Tyra Banks keppast við að búa þær til, fá til sín ómótað deig, venjulegar táningastelpur og búa til eitthvað sem hentar þeim vel. Á meðan sitjum við og skemmtum okkur við að horfa á American Next Top Model og hinn þáttinn sem ég man ekki hvað heitir. 26,2 prósent, meira en fjórðungur stelpa á aldrinum 12 til 19 ára horfa á þetta samkvæmt mælingum Capacent fyrir nokkru. Næringaleysi þykir almennt vandamál nema þegar það birtist sem skemmtiefni í sjónvarpi. Á sama tíma sjokkurumst við yfir því að átján ára fyrirsæta frá Úrúgvæ hnígur niður ogdeyr út af næringaskorti. Þurfum við að vera svona tvöföld, þurfum við endilega að sjokkerast þegar Tyra Banks eða Anna Nicole Smith heitin bætir við sig nokkrum kílóum. Erum við ekki nett samsek, getum við horft framhjá svona dauðsföllum. Ég og þú getum yppt öxlum og sagt ¨Ekki mér að kenna¨. Samfélagið getur hins vegar ekki yppt öxlum og sagt ¨Ekki okkur að kenna¨.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ kommon Bárður... Sorry að ég segi það en þú sýnir af þér talsverða hræsni með að fordæma aðra fyrir útlitsdýrkun. Þú sem nýtir hvert tækifæri til að lýsa því yfir hvað kynþokkafullu, mjóu stelpurnar séu flottar.

Jóna Svandís (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 04:06

2 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Jæjaaa, er það ekki bara.

Bárður Ingi Helgason, 20.2.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Það er munur á heilbrigðu fólki og því sem er að deyja úr næringaskorti.

Bárður Ingi Helgason, 20.2.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband