17.2.2007 | 16:31
Evróvision og Kastljós
Jæja, alltaf einu sinni á ári bregður þjóðin sér í betri búninginn og fylgist með því hvaða lag verður framlag Íslands á Eurovision. Á mismunandi forsendum þó. Sumir horfa á þetta efni til að nöldra yfir því hvað lögin eru hræðilega vond eins og gæinn á Blaðinu sem hefur ekki skrifað grein án þess að vera að svekkja sig yfir gæði laga og lagatitla. Man ekki hvað hann heitir en hann er dæmi um atvinnunöldrara. Önnur mæt kona sem ber þennan titil er Kolbrún Bergþórsdóttir. En á meðan til eru nöldrarar í þjóðfélaginu er eins gott að þeir eigi sinn talsmann í fjölmiðlum. Lítið færri eru rugludallarnir í þjóðfélaginu en þeir eiga sér fleiri fulltrúa í fjölmiðlum eins og Huga Halldórsson og Andra Frey Viðarsson. Freysinn er þó mun skemmtilegri að mínu mati. Ef ekki væru atvinnurugludallar í fjölmiðlunum hver hefði þá átt að drekka sig blekaðann í Kastljósþætti. Ekki eins og Ómar Ragnarsson eða Laddi hefðu gert það. En aftur að þessarri blessuðu Eurovision-keppni þá ætla ég nú að hvetja fólk til að kjósa lagið sem Eiríkur Hauksson syngur. Það er hluti af átaki mínu sem ég kýs að nefna ¨Doktorinn til Finnlands¨. Sigurbjörn, stórvinur minn, spilar jú á bassa þar. Ef að þjóðin er þó söm við sig kjósa þeir yfir sig Jónsa eða Friðrik Ómar sem báðir eru eins og þeir séu á spítti dags daglega. Ef að þeir verða rifnir í lyfjapróf myndu þeir kolfalla og annað sætið fær sæti þeirra í keppninni. Þannig að í raun skiptir engu máli þó að Eiríkur lendi bara í þess vegna þriðja sæti. Þessir gæjar eru ekki nógu þunglyndir til að geta talist vera Íslendingar í febrúar. Ekki að undra að þeirra flestu gigg eru á sumrin á meðan Sigur rós fær að hljóma á veturna. Sú tónlist er meira að segja notuð af Kastljós-liðinu til að auka á þjáningar manns og vonleysi í garð mannkyns í kjölfar umfjöllunar um Breiðuvíkurmálið, ekki bara einu sinni heldur tvisar. Sumir mundu kalla það tilfinningaklám að spila Sigur rós undir grátandi lúser í samfélaginu lokuðum í fangelsi að lýsa því hvernig farið var með hann sem barn í barnafangabúðum. Ég fagna eigilega bara mótmæli fyrrum kennara míns Guðbjargar Hildar Kolbeins á umfjölluninni. Annað mál hvort ég sé endilega sammála henni. En enough is enough og ég kveð bara með þessum orðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.