17.2.2007 | 18:19
Britney mín
Stutt innskot.
Britney mín Spears hefur ákveðið að taka sig til og krúnurakað sig. Stelpa sem var með henni í tattústofu vestur í LA spurði hana hvers vegna hún hafi nú verið að því. Britney sagðist ekki þola athyglina sem hún fær, sagðist ekki þola að allir vildu snerta hana og vera hluti af lífi hennar. Gott trikk. Nú fær hún örugglega enga athygli. Líkt og Elton John fékk enga athygli þegar hann braust út úr skápnum og Michael Jackson fékk enga athygli fyrir þessa snýtiklúta sína sem hann hafði yfir andlitið á sér í tíma og ótíma. Nú er spurning hvað Lindsey Lohan eða Paris Hilton gera til að losna við athyglina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.