18.2.2007 | 20:28
Golfkylfur og Eistland
Í karíókí-keppni Stúdentaleikhússins um daginn var ítrekið að allir og ég meina allir skyldu syngja í keppninni. Ekki kom fram hvað gert skyldi við þann sem ekki tæki þátt. Ég veit satt að segja ekki hvort Harpa, skemmtunarstjóri, fylgist mikið með heiðursmanninum Craig Bellamy en hún hefði getað tekið sér hann til fyrirmyndar. Haldið þið ekki að hann hafi lamið John Arne Riise með golfkylfu fyrir það að hafa verið beiler í karíókí-keppni Liverpool. Og haldið þið ekki að hann hafi valið það að lemja hann í fótinn. Ætli hann sé tilbúinn fyrir næsta leik? Ætli Riise eigi eftir að hefna sín? Hvaða lag ætli Bellemy hafi sungið? Hvaða lag söng Zenden og Gerrard sem er með þeim á myndinni. Hvaða lag skyldi Stan Collymore syngja ef að hann væri enn í Liverpool. Eru allir Norðmenn beilerar? Ætli Björn Tore Kvarme sé líka beilar? En Stig Inge Björnebye? Kannski er hægt að spurja Ragnhildi Steinunni. Þá getur hún spurt Hauk Inga, kallinn sinn. Hvar skyldi Robbie Fowler standa í þessum málum. Hann spilaði með Leeds. Birkir Már Sævarsson heldur með Leeds. Hann spilar líka með Val eins og Pálmi Rafn Pálmason. KR vildi fá hann. Teitur Þórðarson þjálfar KR. Hann þjálfaði Eistneska landsliðið í knattspyrnu. En nóg er nóg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.