Jafnrétti frá sjónarhóli karlmanns

Ég hef hug á því að verða fyrsti bloggari á Íslandi sem ekki fjallar í löngu máli um Klám og mannsals-ráðstefnuna á Hótel Sögu eða úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hef bara eitt um fyrrnefnda málið að segja, Hótel Saga á að skammast sín og tilraun þeirra til firra sig frá allri ábyrgð er brandari. Hið síðarnefnda, besta lagið vann annað árið í röð. Glæsilegt.

Ég var nú í þessu að ganga út úr tíma í ¨Stjórnun, vinnuskipulagi og vinnumenningu¨. Þar var meðal annars fjallað um stöðu kynja á vinnumarkaðnum. Kennari minn vitnaði í rannsókn Ingólfs V. Gíslasonar á meðal karlmanna í hefðbundnum kvennastörfum. Út úr þeirra rannsókn kom víst út að víða í leikskólum landsins finna karlstarfsmenn fyrir því að þeir séu óvelkomnir í starfið og að þeir fái þau skilaboð að þeir séu ekki á réttum stað og á alveg kolvitlausum tíma. Þarna sé alla vega komin hluti skýringar á fáum leikskólastjórum á Íslandi en aðeins einn karlmaður er í þeirri stöðu miðað við frétt í Fréttablaðinu í morgun. Sjálfur hef ég fundið fyrir þessu á leikskóla einum í Austurbæ Reykjavíkur þar sem ég vann í örfáa mánuði áður en ég þurfti frá að hverfa vegna óviðráðanlegra orsaka í fjórar til sex vikur. Þá hugðist ég halda áfram í þessarri sömu vinnu. Á meðan ég vann þar fékk ég litla sem engar leiðbeiningar frá deildarstjóranum sem var heldur illa við mig miðað við fas hennar. Í eitt skipti heyrði ég leikskólastjórann sjálfann halda því fram að karlmenn séu bara þannig gerðir að þeir ráði verr við starf leiðbeinanda á leikskóla en konur. Þarna var hún að mínu viti að tala niður til þeirrar sérfræðikunnáttu að geta unnið með börnum á leikskóla. Er sú kunnátta bara meðfædd konum? Er leikskólakennaramenntun í KHÍ þá óþörf konum? Eiga þá bara konur að vinna á leikskólum? Hvernig bregðast karlmenn við þessum skilaboðum? Getur verið að þeir fari að trúa því sjálfir og hrökklist úr vinnu? Eftir að ég var orðinn starfshæfur á ný fékk ég þau skilaboð að starf væri laust á þessum leikskóla sem um ræður en ég fengi ekki vinnuna. Ég fékk skýringu á því hvers vegna ég fengi ekki vinnuna. Hún var sú að ég væri karlmaður og deildarstjórinn á þeirri deild sem ég hefði fengið vinnuna hjá vildi ekki fá karlmenn í vinnu til sín. Þetta var sko köld vatnstuska á andlitið, ekki bara mitt andlit heldur andlit jafnréttisbaráttu yfirleitt. Leikskólastjórinn benti mér á að þetta væri eigilega lögbrot og ég gæti kært en ég hafði mig nú ekki í það. Myndi gera það undir eins ef brotið væri svona á mér í dag. Nú er ég jafnréttissinni með öllu sem því inniheldur, þ.e. að vera feministi og vilja að konur hafi sama rétt á sömu vinnu og karlar. En til þess að öllu jafnrétti verði náð verða karlar að fá sama rétt og konur á sömu vinnu. Annars höldum við okkur á eilífum byrjunarreit sem er jú frekar neikvætt að mínu viti. Sögur eins og þessi eru örugglega algengari meðal kvenna en sögur eins og þessi hér hefur fyllilega rétt á sér skyldi maður halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband