Ónýtt námslánakerfi

Það er svei mér eitt það erfiðasta í heimi að bóka sig í flug til Bandaríkjanna. Sérstaklega þegar maður á vegabréf sem rennur út í ár. Vissi nokkur að maður þarf að vera með vegabréf sem er í gildi í allavega sex mánuði til að komast til lands frelsisins? Þetta er meiri vitleysan, vitleysan segi ég. Það er líka vitleysa að ekki eitt fyrirtæki sá sig fært að styrkja námsferð fjölmiðlafræðinema til Bandaríkjanna. Nú græða bankarnir ekki lítið á námsmönnum. Ekki þakka þeir fyrir sig, það er nokkuð víst. Þeir geta samt þakkað Sjálfstæðisflokknum, sérstaklega Ólafi G. Einarssyni, fyrrum menntamálaráðherra, sem gerði þeim þann greiða að búa til ónýtt námslánakerfi sem gerir ekki ráð fyrir fyrirframgreiðslu. Í stað þess fá bankarnir viðskipti án þess að hafa nokkuð fyrir því. Námsmenn neyðast til að taka lán á einhverjum fimmtán prósenta vöxtum!!! Ég vona að eitt að fyrsta verkefni nýs menntamálaráðherra eftir kosningar, vonandi úr röðum Samfylkingar eða VG að breyta þessu. Nema að það sé búið að einkavæða Lánasjóðinn. Það væri svo sem dæmigert. Ef ekki lýsi ég eftir þessu málefni sem kosningamáli. Við erum að tala um að nemendur Háskóla Íslands einum eru níu þúsund, þrjú prósent þjóðarinnar. Ég veit ekki hversu mikið Háskólaráð getur gert í þessu máli.

Barcelona-Liverpool er á morgun. Ég get ekki annað en hlakkað til þó bæði þessi lið séu í svipuðu uppáhaldi. Þrátt fyrir það held ég að Liverpool vinni, allavega meðan Börsungar spila eins og fimmti flokkurinn í Reyni Árskógsströnd, með allri virðingu við það ágæta lið. En eins og skáldið sagði, stay tuned. I'm out!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ojj, ömurlegt. Akkurat þegar þér gefst tækifæri til að fara til Bandaríkjanna. Kv Fanney

Fanney Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Þetta reddast samt sko. Þarf bara að endurnýja passann minn og hafa síðan samband við flugfélagið. I'm out of here þann 26. mars.

Bárður Ingi Helgason, 22.2.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband