21.2.2007 | 19:45
Kaupmátturinn rís bara og rís.
Hvergi er jafnmikil stéttarskipting og á Ísland en samt snýr stjórnin út úr og er alveg ofboðslega ánægð með sín verk, benda á aukinn kaupmátt. Það vitlausasta sem þeir geta gert. Þeir hefðu alveg getað viðurkennt stéttarskiptinguna og búið til einhverja áætlun til að breyta henni þannig að sem flestir gætu notið kaupmáttarins. Kannski gera þeir það þegar nær dregur kosningar á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn breytist í bleikann, frjálslyndann, félagshyggjuflokk með áherslu á feminisma. Þeir gera það nefnilega reglulega, nánar tiltekið fjórða hvert ár. Skemmtilegt hvernig Bryndís Ísafold kastar í hlutverk, á blogginu sínu, það er að segja hver einasti ráðherra fær skemmtilegt hlutverk. Ég get svo svarið það að ef að Samfylkingin fer í stjórnarsamstarf við annan hvorn núverandi stjórnarflokka á ég erfitt með að styðja þá ríkisstjórn. Það snýst allt í höndunum á þessum heiðursmönnum í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Loksins hafa þeir eitthvað gott að segja en þá kemur þetta í ljós. Mesta stéttaskipting í Evrópu ef ég skildi fréttirnar rétt. Og hvernig svara þeir gagnrýninni? Guðjón Ólafur, framsóknargutti, halda því fram að rannsóknir sem stjórnarandstaðan byggi á vitlausum rannsóknum hjá fræðimanni sem ekki sé mark takandi á. Hann svarar svolítið eins og Davíð Oddsson gerði oft. Það er að segja að stjórnarandstaðan væri barasta að misskilja og ætti að hætta þessu væli. Hann talar um að stjórnarandstaðan geri upp á milli fræðimanna. Þá geri ég ráð fyrir því að hann sé að tala um hina eilífa baráttu Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. Þegar kemur að fátækt held ég að félagsfræðiprófessorinn sé trúverðugri en stjórnmálafræðiprófessorinn. Stjórnmálafræðiprófessor sem réttlætir dauðarefsingar með einu rannsókninni sem bendir á að þær lækki glæpatíðni. Fleiri hundruð rannsóknir hafa bent á að svo sé ekki. Stjórnmálafræðiprófessor sem er viðurkenndur Sjálfstæðismaður og þar með stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar. Stjórnmálafræðiprófessor sem ég trúði því statt og stöðugt að yrði gerður Útvarpsstjóri fyrst að Jón Steinar Gunnlaugsson var gerður Hæstaréttardómari. Málið er að það þótti mér ekkert ólíklegt með þá ríkisstjórn sem við höfum í dag. Guðjón Ólafur má þó eiga það að hann er Valsari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.