28.2.2007 | 22:49
Hann er enginn Gregory House!!!
Á mínu reglulega netflakki rakst ég á bloggsíðu markmanns Víkings, Ingvars Kale, í knattspyrnu. Þar lýsir hann því hvernig læknir nokkur rændi af honum heilu keppnistímabili með glórulausum mistökum. Grunur leikur á að sami maðurinn hafi meðhöndlað Hauk Inga Guðnason, leikmann Fylkis, sem hefur verið meiddur í fleiri ár. Haukur Ingi þótti afskaplega efnilegur knattspyrnumaður af var á samning hjá Liverpool um tíma. Í kommentakerfi bloggsíðu Ingvars má sjá fleiri sögur af þessum manni. Nú spyr ég, hversu lengi á maðurinn að komast upp með að nafn hans birtist hvergi? Fólk sem er á leið til læknis með hnémeiðsli er bara virkilega óttaslegið að lenda á þessum manni. Læknar eiga ekkert að vera verndaðri en aðrir. Þvert á móti. Maðurinn er að díla við mannslíkamann for kræing át lád, eins og skáldið sagði. Hann er svo sannarlega enginn Gregory House.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.