9.3.2007 | 18:37
Klám?
Hér til hliðar gefur að líta forsíðu auglýsingabæklings Smáralindar sem gefin var út núna fyrir komandi fermingarvertíð. Stuttu seinna birtist í Fréttablaðinu frétt um umfjöllun Guðbjargar Hildar Kolbeins á bloggi sínu um það að myndin ætti sér samsvörun í barnaklámiðnaðnum. Eitthvað var hún að tala um hina óspjölluðu hóru og svo framvegis. Það er afskaplega erfitt að vera sammála þessarri annars ágætu konu varðandi þessa mynd. Líklega er það rétt hjá Guðbjörgu að stelpur beygja sig með þessum hætti til að fá einn smurðann eða ósmurðann aftan á sig og líklega þurfa stelpur að opna munninn til að fá einn beinstífann upp í sig. En var þessi mynd gerð með klámið í huga? Hugsanlega ómeðvitað? Ég held ekki. Umræðan er réttlætanleg til að koma í veg að það gerist nokkurn tíman en í þessu tilviki er ekki um að ræða tilvitnun í klám samkvæmt minni meðvitund. Flestir bloggarar virðast vera sammála mér. Henni til málbóta var umfjöllun Fréttablaðsins meingölluð að mínu mati. Í fyrirsögn greinarinn var hún kölluð ¨Frú Kolbeins¨ eins og hún væri gamaldags gribba með skoðanir sem ekki væri mark takandi á. Það hefði alveg eins verið hægt að kalla hana Soffíu frænku eða Frú Grýlu. Einungis var talað við fulltrúa frá Smáralind en ekki talað við Guðbjörgu sjálfa, annan fjölmiðlafræðing eða fulltrúa frá Feministafélagi Íslands. Er það í ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins að einungis sumum skoðunum sé mark takandi á en öðrum ekki. Tengist þetta ef til vill dramanu á einhverjum rannsóknardögum upp í HÍ þegar Guðbjörg kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem hún taldi saman auglýsingar í Fréttablaðinu og í ljós kom að þær komu meira og minna allar frá stofnunum í eigu Baugs? Þar strunsuðu Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, og Ari Edwald, framkvæmdarstjóri 365 miðla, út úr skólastofu í Lögbergi þegar þeir fengu ekki að halda ræðu gegn Guðbjörgu vegna tímaleysis. Sjálfur var ég þar og get staðfest að það gerðist. Nú ætlar Stöð 2 að fjalla um þetta. Við skulum sjá hvernig þeir fjalla um þetta málefni.
Athugasemdir
Hún er greinilega bara búin að horfa á of margar klámmyndir ef hún hugsar um klám við það að sjá svipaðar stellingar.
Geiri (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 18:47
"Líklega er það rétt hjá Guðbjörgu að stelpur beygja sig með þessum hætti til að fá einn smurðann eða ósmurðann aftan á sig og líklega þurfa stelpur að opna munninn til að fá einn beinstífann upp í sig. "
Myndir þú, sem ert svona afskaplega mikið á móti klámi ekki skilgreina opinbera umræðu um klám (þar á meðal að skrifa þessi orð og birta þau á opnum vettfangi netsins) sem í raun hluta af klámi, sem er bannað með lögum á landi voru.
Jóna (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.