18.3.2007 | 17:47
Kosningar í nánd.
Mikið liði mér þægilega ef að Ágúst Ólafur Ágústsson myndi taka við dómsmálaráðuneytinu frá Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst raunverulega fáránlegt að engin hafi áður lagt til að fyrningarfrestur í kynferðisbrotum á börnum verði afnumin. Hugsa að hann yrði frábær dómsmálaráðherra. En það gerist nú ekki nema að Samfylkingin komist í ríkisstjórn. En það yrði víst hættulegt velferð landsins miðað við orð hægrimannanna í ríkisstjórninni. Öll fyrirtæki munu víst flýja land af því að fjármagnstekjuskatturinn hækkar upp úr öllu valdi. Netlögregla mun beita fasistalegum aðferðum til að koma í veg fyrir skoðunarmyndun. Er það ekki bara?
Björgólfur Thor hefur einn nefnt það að flytja úr landi með fyrirtæki sitt, Straum Burðarás, og var það vegna þess að þeim hefur verið bannað að gera upp í Evrum. Talandi um nettann fas....ma.
Netlögregla: Lögregla á netinu sem passar upp á að ekkert ólöglegt sé innan íslenskra servera. Það þarf lögreglu þar eins og annars staðar. Líst ágætlega á þá hugmynd Steingríms J. þó ég sé nú ekki alltaf sammála þeim mæta manni.
En svona er þetta alltaf, fastir liðir fjórða hvert ár hjá gamla, þreytta, flokknum... þá er ég að tala um Sjálfstæðisflokkinn.....Framsóknaflokkurinn er líkar gamall og þreyttur.
Nr. 1. Ómálefnanlegur hræðsluáróður Sjálfstæðisflokksins um að Ísland leggist í eyði ef að velferðarstjórn taki við. Gerðist það í Svíþjóð? En í Danmörku?
Nr. 2. Stefnuleysi Samfylkingarinnar. Er það orðið pínulítið þreytt? Ok. Samfylkingin er ekki pjúra þjóðernissinnaður sósíalistaflokkur eins og VG og ekki pjúra hægriflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem felur sig bak við kapítalismann. Samfylkingin aðhyllist svokallað blandað hagkerfi. Eru meðvitaðir um mikilvægi traustar hagstjórnunar á sama tíma og þeir eru meðvitaðir um velferðismál. Þeir taka hvert mál fyrir sig og leitast eftir því hvað sé best fyrir þjóðina. Þeir eru ekki Á MÓTI virkjunum en heldur ekkert sérstaklega MEÐ virkjunum. Það er ómálefnanlegt. Í dag er ekki grundvöllur fyrir fleiri virkjanir og lang best fyrir landið að fresta öllum þannig pælingum. Ef að grundvöllur skapast fyrir umræddar virkjanir er hægt að skoða málið þó að ég persónulega efist um það verði nokkurn tíman þar sem að við lifum í þekkingarþjóðfélagi, ekki iðnaðarþjóðfélagi. 100 árum eftir nágrönnum okkar miðað við hversu stór hluti hagkerfisins þessi iðnaður er. Sjálfstæðisflokkurinn og reyndar VG stundum líka finnst mér vera einum of einfaldur í hugsun sinni Annað hvort-Eða. Af hverju var ekki hægt að koma á fjölmennari ferðaþjónustu, útibú frá Háskólanum og svo framvegis á Austurlandi í stað þess að henda þangað virkjun og álver sem enginn íslendingur nennir að vinna á. Þannig er það nú bara.
Nr. 3. Tímabundið fyllerí Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum og kvennfrelsismálum. Grænn fálki núna, bleikur fálki fyrir sveitastjórnarkosningarnar í fyrra ef ég man rétt. Come on!!!
Athugasemdir
Eg legg til ad thu skellir ther a thing!
Eg skal kjosa thig!
Baula (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 14:46
Hahaha, við skulum barasta sjá til
Bárður Ingi Helgason, 21.3.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.