21.3.2007 | 20:11
Morgunblaðið og Samfylkingin sátu uppi í tré
Samfylkingafólk hefur verið óþreytt að gagnrýna Morgunblaðið vegna ósanngjarnar umfjöllunar þess um flokkinn. Nú les ég ekki Morgunblaðið oft þar sem að ég fæ það ekki heim til mín og þar með ekki dómbær í máli þessu en ætla samt að tjá mig pínulítið um þetta. Morgunblaðið og þá sérstaklega Agnes Bragadóttir á að hafa skrifað um þjóðsöguna um sundrungu Samfylkingarinnar sem frétt. Rannsóknarvinnan var af verri endanum eða viðtal við Geir Haarde og Jón Sigurðsson. Ætli þeir hafi farið að njósna á þingflokksfundum Sf? Ætli þeir hafi hlerað símann hjá Ingibjörgu eða Össurri? Ætli síminn hans Jóns Baldvins sé ennþá hleraður? Ætli Fréttablaðið myndi birta slíka frétt um Sjálfstæðisflokkinn eftir viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur? Fréttablaðið á víst að vera verkfæri Samfylkingarinnar....með Þorstein Pálsson í ritstjórastól.
Morgunblaðið á altjént að hafa misnotað aðstöðu sína allsvakalega. Nú kunna einhverjir að segja: ¨Hverjum er ekki sama?¨. Því oftar sem neikvæðar fréttir um ákveðið fyrirbæri birtist í miðlum sem maður les fer manni smám saman ekkert að vera sama. Óákveðnir kjósendur sem fá þessar fréttar í andlitið á sér eru þar með ólíklegri og ólíklegri til að kjósa Samfylkinguna. Óheiðarleg framkoma ef satt er. Miðað við orð Ingibjargar Sólrúnar í Íslandi í dag í gær hefur Morgunblaðið óvenju mikil áhrif á það hvað er á dagskrá meðal hinna fjölmiðla landsins. Ég hef engar ástæður til að ætla annað en að þetta sé rétt hjá konunni. Það gerir þetta athæfi Morgunblaðsins ennþá alvarlegri. Hvað skyldi Ólafur Teitur Guðnason segja núna, hann hefur fátt annað gert en að hrósa blaðinu í bókinni ¨Fjölmiðlar 2005¨.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.