22.3.2007 | 20:00
Gleði gleði gleði, gleði líf mitt er.
Minn gamli góði menntaskóli MH var núna um síðustu helgi að sigra Morfís. Núna fyrr í vetur sigruðu þeir Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna. Á morgun mun síðan þessi stórkostlegi skóli keppa í undanúrslitum Gettu betur. Skólinn á mögulega eftir að vinna þrennu. Hefur það gerst áður hjá nokkrum skóla? Það getur eigilega ekki verið miðað við það að MH hefur unnið Leiktu betur hvert ár síðan þeir byrjuðu.
En allavega til hamingju kæru MH-ingar mínar, bæði núverandi og fyrrverandi.
Athugasemdir
Trúi ekki við töpuðum..... með einu stigi.....
:(
Baula (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.