Sex í Washington DC

Ég hef nú ekki verið ómyrkur í máli þegar ég hef talað um ríkisstjórnina á blogginu mínu. Hvers vegna geri ég það? Jú ég er ekki sammála stefnu þeirra í mörgum málum og ég get gagnrýnt hana. Það er alveg ofboðslega erfitt hér í Bandaríkjunum að tala illa um stjórn Bush. Í gær sagði starfsmaður þingbókasafnsins í trúnaði að Bush væri einfaldlega brjálæðingur. Hann lét það fylgja með að hann geti ekki sagt þetta opinberlega. En nóg um það. Fyrir framan Hvíta húsið býr kona í tjaldi með mikla herferð gegn stríðsrekstri yfirleitt. Við vorum nokkur sem sýndum henni mikinn áhuga og hlustuðum á hana með athygli. Haldið þið ekki að eftir nokkra stund byrjuðu jakkafataklæddir náungar að vera svolítið mikið nærgönglir og hlustuðu á allt sem við höfðum að segja. Þeir voru með svona agent-drasl í eyranu þannig að ég gruna að þeir séu einhverskonar agentar. Talandi um þjóðfélag sem á að vera þekkt sem frjálst þjóðfélag. 

Ég var bara að heyra það núna að ég hafi víst móðgað einhverja konu í lyftunni í einni byggingu þings Bandaríkjanna. Að einhverjum ástæðum sagði ég tölustafinn sex sem tjah.... flestir vita að þýði annað á ensku. Ætli ég fái ekki sendan reikning fyrir fyrir kjálkaaðgerð fyrir veslings konuna. En það er óþægilegt að skrifa með tölvuna á maganum. Segjum að ég bloggi betur seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ekki verið myrkur í máli, áttu við?

Hlynur Þór Magnússon, 29.3.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Takk fyrir ábendinguna. Íslenskan mín hefur ekki alltaf verið upp á hið besta. Reyna að bæta úr því

Bárður Ingi Helgason, 30.3.2007 kl. 05:48

3 identicon

Farðu varlega í Bush-garden. 

Kannski sjáumst við á BWI flugvelli á mánudagskvöld.  Þú að fara, ég að koma.

Helga Birkisdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég var í USA þegar Bush var endurkosinn í forsetakosningunum í byrjun nóvember 2004. Þá hafði ég dvalið þar í tvo mánuði og fylgdist með kosningabaráttunni á þeim tíma.. Ég hitti fjölda fólks og átti langar og skemmtilegar stundir þarna... Eitt fannst mér vera yfirgnæfandi meðal fólksins og það var ótti þeirra að Bush yrði endurkjörinn. Allir voru sammála um að hann væri í það minnsta raunveruleikafyrrtur og myndi fara með aukið herlið inn í Írak. Núna sé ég hvað íbúar landsins áttu við.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.4.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband