5.4.2007 | 19:10
Það eru ekki allir white trash í Washington DC... bara forsetinn.
Haldið þið að maður sé ekki kominn aftur á klakann eftir mjög svo skemmtilega viku í Washington DC sem einkenndist af niðurgöngum, lögregluskinkum, Justin Case og indverskum leigubílstjóra sem var greinilega ekki annt um líf okkar. Þeir skilja sem eiga að skilja. Ferðin heim tókst prýðilega, svaf mest alla ferðina á milli þess sem ég vældi yfir því að geta ekki hallað sætinu mínu. Lenti í þeirri pirrandi aðstöðu að geta ekki hallað sæti í sex tíma næturflugi. Komst seinna að því að ég var ekki með símann minn þannig að það gengur lítið að reyna að hringja í gemsann minn. En þar sem að ég er vissulega með skapbetri mönnum svona yfirleitt hef ég ekki kippt mér mikið upp úr þessu. En í heildina séð held ég að fordómar gagnvart hinum almenna Bandaríkjamanni hafi dofnað mikið. Allavega hittum við ekki einn Bandaríkjamann í Washington sem var hlyntur stefnu Bush. Hittum reyndar einn Íslending sem var frekar hlynntur honum. Hann heitir Albert Jónsson og er sendiherra Íslands í Washington DC. En fólkið er hrætt, alveg rosalega hrætt. Ég hef áður bloggað um síkret eitjentina fyrir framan Hvíta húsið en síðasta kvöldið borðuðum við öll saman ásamt tveim náungum sem vinna á þingbókasafninu í Washington. Allavega annar þeirra er með mjög skandinavískar/íslenskar skoðanir um lífið og tilveruna og kallaði forseta sinn brjálæðing og var ekkert svo feiminn við það. En eftir að við höfðum borðað og skellt okkur aðeins á barinn héldum við auðvitað heim á leið. Á leiðinni í leigubíl fórum við Sigrún Dögg, stórvinkona mín, að tala við heimilisleysingja og gaf ég honum þrjá dollara og hún gaf honum tvær sígarettur. Þegar við ætluðum að elta hina hreinlega fundum við þau ekki. Nú datt okkur ekki annað í hug en að mannskapurinn hafi bara skellt sér upp á hótel og treyst á guð og lukkuna í sambandi við okkur. Við redduðum okkur vissulega og tókum leigubíl upp á hótel með frábærum Pakistana. Í hótelinu beið okkur beiðni um að hringja í ákveðið númer. Við hringdum í það og kom ekki í ljós að fólkið var með gríðarlegar áhyggjur og héldu að það væri búið að bita okkur niður og henda í næsta runna. Gæinn sem var svo kaldur að segja að Bush væri hálfviti vildi hreinlega láta lýsa eftir okkur. Við í öruggasta hverfi borgarinnar fyrir framan lögreglustöð. Aumingja Þorbjörn Broddason prófessorinn með okkur, Hugrún sólargeisli og Stefán gamli voru ekki sátt við okkur. En ég læt þetta nægja í bili.
Athugasemdir
Páskakveðja frá Edinburgh:)
Ekki í fyrsta sinn sem þú týnir símanum þínum, því miður var ég ekki hér til að bjarga þér í þetta skiptið:/
Hafðu það gott yfir hátíðina:)
Jóna
Jóna Svandís (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:11
Hehehe, bara ef þú hefðir verið með mér úti.
Bárður Ingi Helgason, 14.4.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.