7.7.2007 | 19:34
-hbg í Fréttablaðinu
Maður flakkar nú stundum um heim veraldarvefsins. Ein af þeim síðum sem ég hef tékkað á er bloggið hjá honum Henry Birgi, íþróttafréttamanni á Fréttablaðinu. Hans takmark hverju sinni er að bregða fæti fyrir knattspyrnu og handboltastórveldinu Val. Hann er svolítið eins og Rassópúlos eða Dr. Müller í Tinnabókunum. Alltaf lenti Tinni í endalausu veseni með þá kauða. Það þekkja margir vesenið hans varðandi samkomur sem Valur heldur í svokallaðri VIP aðstöðu á Laugardalsvellinum fyrir leiki. Á þeim samkomum er víst bjór í boði. Hvert einasta lið í Landsbankadeildinni halda slíkar samkomur fyrir hörðustu stuðningsmennina. Til að mynda fylgdist Fréttablaðið með stuðningsmönnum KR-inga og þar var sko drukkið. Í stúkunni má hins vegar ekki drekka. Þar er heldur ekki drukkið. Nú hafa Valsmenn takmarkaða aðstöðu þar sem unnið er að nýjum velli og nýrri stúku. Á semsagt að refsa stuðningsmenn liðs fyrir það að félagið er að betrumbæta aðstöðu sína fyrir áhorfendur. Henry hefur líka tekið upp á því gefa stjörnur fyrir aðstöðu blaðamanna á leikjum Landsbankadeildarinnar. Það er stórkostlegt að sjá að hann gaf Val eina stjörnu af því að hann var rukkaður um blaðamannapassa til að fara í blaðamannastúkuna. Hann gaf KR-ingum fimm stjörnur þrátt fyrir að blaðamenn sáu á köflum ekki til vallarins fyrir áhorfendum. Rúsínan í pylsuendanum er síðan það að sagan segir að hann hafi verið einn af vitleysingunum sem flögguðu KR-fána á Hlíðarenda eftir mótið 1999. Fögnuðu semsagt frekar falli Vals heldur en Íslandsmeistaratitli þeirra liðs, KR. Hvernig er hægt að tala mark á íþróttafréttamanni sem er svona hlutdrægur í málflutningi sínum. Maður spyr sig. Ekki var Bjarni Fel að tala máli KR enda var hann og er góður íþróttafréttamaður.
Athugasemdir
Bjarni Fel er og var allavega með magnaðar augnabrúnir:) veit ekki um hinn dúddann, kemst örugglega ekki með tærnar þar sem gamli rebbinn hafði hælana... ath. að ég er enn að tala um brúnirnar
Stebba (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 14:42
Hvað skyldi gerast ef að gamli færi í plokkun. Veröldin myndi hringsnúast. Birkir myndi íhuga alvarlega að ganga í KR og þið mundu flytja til Patreksfjarðar.
Bárður (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.