Sleggjudómar almennings

Ég ætla ekki að vernda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn en þegar menn láta lausan tauminn á bloggsíðum sínum hvað dómar eru mildir hér á landi hlýtur maður að biðja fólk um að staldra við og íhuga hvað fólk er að miða dómana við. Á hverjum einasta degi sjáum við fréttir frá dómum í Bandaríkjunum. Á hverjum degi eru bandarískir þættir í sjónvarpinu sem dómar koma við sögu. Við verðum að passa okkur að missa okkur ekki í refsigleðinni. Er möguleiki að þriggja til fjögurra ára fangelsi sé í raunveruleikanum nógur dómur fyrir nauðgun? Sumum kann að finnast ekki en án þessarra áhrifa frá Bandaríkjunum kunna sumum að finnast það nóg. 

Viljum við sjá 30 ára fangelsi fyrir að lemja mann með hafnaboltakylfu eins og í Bandaríkjunum?

Viljum við sjá 10 ára harðæri barna fyrir eitthvað sem er gert í hugsunarleysi æskunnar eins og í Bandaríkjunum?

Er fólk almennt að átta sig á hvernig það er að vera fastur í refsifangelsi í fjögur ár?  

Vissulega má endurskoða marga dóma en ég bið fólk um að velta þessum hlutum fyrir sér áður en það leggur fram sleggjudóma.


mbl.is Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Lilja

Auðvitað hugsar fólk sig um, það er málið. Þó svo að dómar í Bandaríkjunum eigi ekki endilega að vera refsiviðmið. Það að limlesta kynfæri annarra er eins hrottalegt og það gerist og þegar maður ber slíkt saman við skjalafals og fjársvik þar sem dómar eru oft hærri, þá finnst manni ekki vera mikið réttlæti í mörgum af þessum dómum.

Anna Lilja, 15.9.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Ég hef oft velt þessu fyrir mér, og finnast mér sumir dómar í hinni stóru Ameríku alveg jafn fáranlegir og mörgum öðrum.

 En það að fá, hvað 3 og hálft ár? Fyrir nauðgun finnst mér persónulega ekki nóg. En auðvitað er það mín skoðun, og greinilega svo margra annarra líka.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:12

3 identicon

Nei ..ekki veit ég hvernig það er að vera föst í refsivist í mörg ár ...enda held  ég sakaskránni minni hreinni . En maður getur snúið  spurningunni  þinni  við og spurt:  Áttar fólks sig á því hvernig er að vera fórnarlamb glæpamanns og vita að hann fer í fangelsi í örfáa mánuði  meðan fórnarlambið  lifir í ótta við að gerandinn hyggi á hefndir þegar út er komið?? 

Sóley (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:27

4 identicon

Aðeins of fljót á mér að senda..... fyrir neðan átti að standa:

Og fórnarlambið þarf að berjast árum saman við að yfirvinna það að hafa verið beitt svona ofbeldi? Mér finnst bara í góðu lagi að loka menn inni vel og lengi fyrir svona brot 

Sóley (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:34

5 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Ég er alveg sammála um að þessir nauðgunardómar hér á landi eru oft fáránlegir. En svo rosalega margir virðast vera það á svo skrýtnum forsendum. 

Líka annað.  Nauðgunarmál eru í yfirleitt alltaf einungis orð gegn orði. Vitni eru sjaldnast fyrir hendi. Afleiðingar koma ekki í ljós fyrr en fjölda ára á eftir. Möguleiki er á því að saklaus maður siti inni í fjögur ár vegna meintrar nauðgunar í núverandi kerfi í stað fimmtán ára eins og margir virðast vilja hafa það. Persónulega fyndist mér að maður sem er kærður oftar en einu sinni fyrir nauðgun eigi kannski að sitja inni í tólf til fimmtán ár eða jafnvel fá lífstíðardóm sem eru 16 ár. 

Annað. Langur tími í refsifangelsi á Íslandi bætir ekki nokkurn mann. Ekki er möguleiki á betrunarvist á Íslandi þar sem öll fangelsin eru refsifangelsi eða öðru nafni öryggisfangelsi. Það er svosem annar handleggur á málinu en á að fullu rétt á sér. 

Bárður Ingi Helgason, 15.9.2007 kl. 15:40

6 Smámynd: Promotor Fidei

Ég get tekið undir margt af því sem skrifað hefur verið hér á undan. 

Hún er merkileg refsifýsnin í "lýðnum". En það er svosem ekkert nýtt fyrirbæri í félagssálfræðinni, en því miður nokkuð sem ekki hefur reynst samfélögum okkar sérstaklega vel í gegnum söguna.

Það er samt ekki neitt smáræði að sitja í fangelsi í 3 ár, og það fyrir tegund af glæp þar sem alltaf er erfitt að sanna með afdráttarlausum hætti sök eða sakleysi.

Hvað heldur fólk annars að græðist á því að dæma menn í lengra fangelsi fyrir nauðganir? Þarf ekki frekar að huga að meðferðarúrræðum fyrir þessa menn, samfélagslegum forvörnum, eða þá alltént byrja á að hækka skaðabæturnar sem fórnarlambinu eru dæmdar?

Milljón krónur eru engin upphæð í íslensku samfélagi, og kemst auðvitað ekki nálægt því að bæta manneskju upp djúpstæða sálræna pínu sem ugglaust mun vara ævina á enda.

Bandaríkin hafa borist í tal í sambandi við dóminn umdeilda. Verð ég að minnast á í því sambandi að refsigleðin hefur náð svo langt í nauðgunarmálum í bandaríkjunum að það hefur færst í aukana að nauðgarar myrði fórnarlömb sín, -vegna þess að munurinn á refsingu fyrir morð og nauðgun er orðinn svo lítill, og því allteins gott að kála fórnarlambinu til að fækka vitnum.

Svo er hitt: í hverjum mánuði berast fréttir frá Bandaríkjunum af mönnum sem sakfelldir hafa verið af refsiglöðum dómstólum fyrir nauðgun og dæmdir í geypilega langa fangelsisvist, en hafa síðan, síðan þökk sé framförum í DNA-rannsóknum, verið hreinsaðir af allri sök. Manni verður þá hugsað til þess hvort sé betra: að láta hinn sakaða njóta vafans í nauðgunarmálum, eða að taka hættuna á að dæma saklausan mann til refsingar.

-Sjálfur myndi ég frekar vilja leyfa 100 nauðgurum að njóta vafans, en að sjá einn saklausan mann bak við lás og slá.

Promotor Fidei, 15.9.2007 kl. 16:06

7 identicon

Dómstóll götunnar er jafn slæmur og dómskerfið á Íslandi er vægt.  Millivegur anyone?

eikifr (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:33

8 identicon

hinn gullni meðalvegur er æskilegur, eða hvað?

 sjálf veit ég um dæmi þar sem stelpa kærði mann fyrir tilraun til nauðgunar og hann fékk þrjú ár og borgaði henni smá pening. dómurinn var svo mildaður og hann fékk rúmt ár á litla hrauni.

svo er maðurinn laus og mjög reiður(nota bene hefur hann allan tíman neitað þessu) og öll fjölskyldan hans er með honum í þessari reiði. -þau styðja hann öll þrátt fyrir þá staðreynd að hans dna fannst á nærbuxunum hennar.

og nú fyrir stuttu þurfti stelpan að flýja land útaf honum og fjölskyldu hans af því  að nú ofækja þau hana og kalla hana lygara og nú eigi hún að borga fyrir.

í svona málum finnst mér já þrjú ár ekki mikið.

ps. bárður hvenar fæ ég að sjá þig aftur. það er svo langt síðan ég sá þig að ég held að þú sért orðin grænn og búin að vaxa þér horn.

Anna Sigga (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:16

9 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Hversu mikinn dóm hefður þú viljað að þessi gæi hefði fengið? Miðað við hvað miðar þú? Svona mál eru alltaf rosalega erfið. Langar bara að fók velti þessu fyrir sér.

Nei ég er ennþá svona hvít-bleik-ljós á lit sem á það til að fá smá brúnleitan lit í sól. Það vex á mér töluvert af hárum á hausnum en ekki horn, hef semsagt ekki breyst í elg, dádýr, hreindýr, gíraffa eða púka. Er bara sami Bárðurinn. 

Jú verðum að hittast einhverntíman við tækifæri. Verum bara í bandi. 

Bárður Ingi Helgason, 18.9.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband