Líf og fjör í Ráðhúsinu

    Í dag hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík verið duglegir að kalla mótmælin í Ráðhúsi Reykjavíkur skrílslæti óþroskaðra aðila sem reyna brjóta niður lýðræðið. Mótmæli sem hafna alveg ótrúlegum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins sem einkennist af endalausum hroka og leiðindum. Ég mætti einmitt upp í ráðhús eftir tíma upp í Háskóla vegna þess að eins og svo mörgum öðrum Reykvíkingum blöskrar mér framkoma Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar.

Sjálfstæðismenn líkja þessu ástandi við það ástand sem ríkti fyrir rúmum þrem mánuðum síðan þegar hinn svokallaði Tjarnarkvartett tók við stjórn í borginni. Aðstæðurnar þá voru þannig að Sjálfstæðismenn höfðu í raun og veru lýst vantrausti við Vilhjálm borgarstjóra sem hafði gjörsamlega klúðrað einhverju ofmetnu REI-máli sem enginn skilur alveg almennilega. Ekki nóg með að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks höfðu hist til þess að baktala Vilhjálm því að nú mátti Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúa Framsóknarflokks ekki vera með á fundum. Gamla borgarstjórnin var tvíklofinn og er það enn. Kannski er búið að líma hann saman með trélími en það endist aldrei alveg almennilega. Eðli málsins samkvæmt gafst Björn Ingi upp og hafði væntanlega samband við Dag B., Svandísi Svavars og Margréti Sverris. Úr því varð til hinn svokallaði Tjarnarkvartett með Dag B. sem borgarstjóra. 

Og nú er sami brothætti Sjálfstæðisflokkurinn kominn til valda með því að freista veikasta hlekk kvartettsins. Er fólk ekki alveg örugglega að átta sig á því að þetta er sami Sjálfstæðisflokkur, sömu menn og hrökkluðust frá völdum vegna þess að hann var sprunginn að innan? Það græðir enginn á svona framkomu. Sjálfstæðismenn eru líklegast búnir að missa Samfylkinguna allt og langt frá sér samkvæmt skoðunarkönnunum og ekki nokkur maður treystir nýjum borgarstjóra. Ekki einu sinni þessu skitnu tíu prósent sem kusu flokkinn hans. Ef að það er ekki algjör misnotkun á lýðræðinu þá veit ég ekki hvað. Hvar á byggðu bóli er einstaklingur með 10 prósent atkvæðabærra manna á bak við sig í leiðtogahlutverki? Og Sjálfstæðismenn kalla þá sem leyfa sér að mótmæla þessarri þvælu lýðskrumara!

Er fólk ekki komið með leið á þessu? Er ekki kominn tími til að taka okkur aðrar þjóðir til fyrirmyndar? Aðeins á Íslandi gæti það mögulega gerst að flokkur kæmist mögulega upp með þetta en undiraldan í Reykjavík er einfaldlega of sterk. Ég er stoltur af þessu unga fólki sem gerðu sér ferð í Ráðhúsið til að mótmæla.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, þetta var bara mjög athyglisvert. Tók raunar ekki þátt í skrílslátunum - að þessu sinni...

Haraldur Rafn Ingvason, 24.1.2008 kl. 18:11

2 identicon

Ísland árið 2008- þetta ætti ekki að eiga sér stað! Held að menn séu nú algerlega búnir að missa tökin... Samt gaman að því, að þú stendur vel undir nafni á síðunni okkar núna: "Bárður pólitíkus"

Stebba (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband