28.4.2008 | 22:51
Koma Valur, stolt Reykjavíkur
Jæja dömur mínar og herrar.
Fimmti titill Vals í meistaraflokki á árinu varð staðreynd í kvöld þegar meistaraflokkur kvenna varð meistari meistaranna eftir sigur á litla systur í Vesturbæ 2-1. Stelpurnar urðu líka Reykjavíkurmeistarar nú fyrir skömmu. Fyrr á árinu hefur meistaraflokkur karla orðið Íslandsmeistari í Futsal og Atlantic cup meistarar. Að auki varð meistaraflokkur karla í handbolta bikarmeistari í handbolta. Meistaraflokkur karla í fótbolta geta bætt tveim bikurum við núna á næstu dögum. Þeir keppa við Fram í úrslitum deildarbikarins og við FH Í meisturum meistaranna.
Ef þetta sýnir ekki yfirburðastöðu Vals í íslensku íþróttalífi þá veit ég ekki hvað. Gefur heldur betur fögur fyrirheit fyrir sumarið.
Kveðja.
Athugasemdir
þið eruð nú meiri vindhanarnir þið Valsarar... en ég er nú yfirleitt ánægð með það samt
Stebba (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:15
Jájá. Vindhani. Það er ég.
Bárður (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.