19.5.2008 | 18:07
Ekkert jafnrétti á Stöð 2
Hey... hér í þessum töluðu orðum er auglýsing frá Stöð 2 í gangi. Hún byrjar þannig að þulur lýsir dagskránni á Stöð 2 á þessa leið: ¨Enginn fótbolti, bara stelpudagskrá á Stöð 2 í sumar¨. Síðan koma trailerar af sjónvarpsefni sem eru greinilega markaðssett sem sjónvarpsefni fyrir konur. Til dæmis Gray's anatomy. Sem áhugamaður um allskyns kynjafræðileg málefni og....... næstum því félagsfræðingur setur maður spurningamerki við þetta. Ég get ekki séð annað en að gert sé ráð fyrir því að konur geti eða eigi ekki að horfa á fótbolta og strákar geti eða eigi ekki að horfa á ¨stelpusjónvarp¨. Er þetta ekki eitthvað sem feministar eiga að gera athugasemd við? Þarf ekki jafnréttið að ná til beggja kynja? Maður spyr sig.
Fyrsta einkunin er komin. Fékk níu í Velferðarkerfinu. Ekkert smá sáttur. Má til að monta mig :-)
Enn nóg af bloggi í bili.
Athugasemdir
þú veist að stelpur geta ekki horft á fótbolta og þá meina ég bara líffræðilega. ef við svo mikið sem reynum að kveikja á sjónvarpinu þegar fótbolti er í gangi fáum við straum í fingurinn og ef við göngum inn í herbergi þar sem fótbolti er í gangi þá verðum við fyrir því sem fræðimenn kalla skammtímablinda þar sem líkaminn bregst við þessu hræðilega karláreiti sem fótbolti er og slekkur einfaldlega á augunum. þegar þetta gerist byrjar heilinn að róa sig með því að sýna myndir af póníhestum og setningum eins og "I want all of you, everyday, forever, just you and me..." með undurfögrum söngi Elvis Costello að syngja She. í raun er stöð2 bara að sýna ykkur karlmönnunum hvað gerist við þetta sjálfsvarnaferli sem við konur göngu í gegnum á lífsgöngu okkar.
Anna Sigga (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:31
Nú er ég ringluð, í ástandi... veit ekki hvort ég er kvenlegur karlmaður eða karlmannslegur kvenmaður, ekkert sjónvarpsefni er skemmtilegra en fótbolti, nema þá kannski The Simpsons. Ég þarf að eiga fund með sjálfri mér. Til hammara með níuna:) kv. Stebba
Stebba (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:23
ertu viss um að þú sért ekki að horfa á blak?
konur geta nefnilega horft á blak.
Anna Sigga (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:19
Mér finnst fótbolti afskapalega leiðinlegur að horfa á. Mér finnst Titanic skemmtileg mynd og á hana á dvd. Ég er karlmaður. Ég er ekki hommi.
Atli Sig (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 03:35
Æ mér finnst þetta fínt, eins og flestir vita elska ég ,,stelpuþætti" og því fleiri því betra. Finnst reyndar nett asnó að það sé verið að gera strákum nær ómögulegt að horfa á þá, vegna þess að þeir fá þá endalaus skot um að þeir séu að horfa ,,stelpuþætti". Er þá að tala um unglingsgaura sem eru of cool til að horfa á svona girly thing og alla hina. En augýsingaherferðir hafa nú aldrei verið neitt rosa úthugsaðar, oftats gert út á staðaltýpurnar. Ætli ég passi ekki þar inn. Nenni aldrei að horfa á fótbotla og slefa yfir ,,stepluþáttunum".
Dóra (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.