Washington DC

Nú er maður ekki staddur í Reykjavíkinni góðu heldur hef ég takið mér búsetu í höfuðborg Bandaríkjanna í vikutíma. Hér dvel ég ásamt fjölmiðlafræðinemum í Háskóla Íslands í mestu glæpaborg Bandaríkjanna. Að vísu eru þessir glæpir fyrst og fremst framdir í Norðausturhluta borgarinnar en hótelið okkar er í Norðvesturhlutanum. En allavega skelltum við okkur í gær í heimsókn í stærsta bókasafn í heimi. Þar má finna flest alla vitneskju sem hefur verið skrifuð í bók nokkurs staðar í heiminum. Til að mynda fengum við að líta á símaskrá frá Íslandi frá árinu 1941. Þar fletti ég að sjálfsögðu upp á báða afa mína og fann þá að sjálfsögðu. Það var pínulítið skrítið að fletta upp númerið hjá afa minn heitinum í símaskrá frá þeim tíma sem hann var að kynnast ömmu minni. En allavega er heldur illa komið fyrir þessu bókasafni í dag sökum fjárskorts. Allur peningurinn fer í herinn og Írak. Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir öðrum ríkisreknum stofnunum hér í Bandaríkjunum. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna í ósköpunum utanríkismál er ekki stærra kosningamál en það er meðal Bandaríkjamanna. For kræing átlád allur peningurinn fer í þetta. Gæinn sem við töluðum við í bókasafninu var mikill andstæðingur núverandi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush. Enda virðist það vera tendens að Rebúblikanar veita minni pening til bókasafnsins heldur en Demókratar almennt. 

Hér í  borg eru 60 prósent borgarbúa hörundsdökkir. Það er alveg magnað að vera yfirleitt í minnahlutahóp þegar maður gengur um göturnar eða inn í búð. Þetta hefur maður ekki vanist heima. En í dag skoðum við National Public Radio og verður athugavert að sjá hvort sá sem taki á móti okkur tali eitthvað um fjárskort á þeim bænum. Ég á eflaust eftir að blogga eitthvað meira áður en ég kem heim á ný eldsnemma á þriðjudaginn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bókasöfn eru greinilega ekki metin til mikils í USA. Flott samt að geta flett upp á afa sínum og svona.

Ég fekk sms-in frá þér en ég mun ekki geta panntað vegna þess að ég hefði þurft að láta hótelið vita af pönntuninni og þetta er frekar tæpt, en takk samt  Skemmtu þér nú rosa vel, kveðja Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband