Það hlaut bara að koma að þessu.

Jæja, það bara hlaut að koma að því. Persónulega er ég hissa á því hvað hann hefur fengið marga sénsa hjá kröfuhörðum KR-ingum. Logi Ólafs gerði hóp nörda að fótboltamönnum og nú er gaman að sjá hvort hann geti gert hóp KR-inga að fótboltamönnum Smile. En í alvöru talað hlýtur þetta að fara að smella hjá KR. Ég kyngi því nú ekki alveg að liðið falli um deild. Þó að ég þoli ekki KR er jú alltaf gaman að fara í Vesturbæinn að sjá Val spila á móti KR-ingunum en í næstu umferð Landsbankadeildarinnar eigast einmitt þessi lið við. Ég myndi allavega ekki fagna sérstaklega falli þeirri eins og -hbg í Fréttablaðinu þegar Valur féll. Eins eiga KR-ingar toppstuðningsmenn, því er ekki að neita. Ekki mörg botnlið sem fá  svona marga áhorfendur á leiki hjá sér. Eins og kom fram í færslu minni í mars spái ég Frömurum fallsætið og held mig við þá spá. Að vísu spáði ég KR-ingum annað sæti og FH-ingum þriðja sæti en það er ekki beint líklegt að staðan verði svoleiðis að lokum. 

En nóg um það. 


mbl.is Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hlaut bara að koma að því að þú létir verða af því að blogga...:) Logi hlýtur að rífa þessa röndóttu bola upp á rassgatinu og láta þá prófa að vinna einhverja leiki það sem eftir lifir íslandsmóts:)

Stebba (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband