Völvuspá 2008

    Jæja börnin góð. Nú hef ég ekki almennilega bloggað í nokkra mánuði og tími til kominn að snúa blaðinu við núna á nýju ári.  Kominn er tími fyrir hina árlegu völvuspá mína. Völvuspána fyrir árið sem nú er liðið má finna á gamla blogginu mína.

Fyrri hlutann má sjá á http://blog.central.is/bardurih?page=comments&id=2564379#co og seinni hlutann má sjá á http://blog.central.is/bardurih?page=comments&id=2566450#co. En nú er ekki til setunnar boðið og kominn tími til að afhjúpa árið 2008.

Janúar mun verða afskaplega rólegur á meðan íslendingar jafna sig á neyslufylleríinu um jólin og.... tjah venjulega fylleríinu um áramótin. Þó að Ólafur Ragnar Grímsson hafi í áramótaávarpi sínu sagt að hinn hyggi bjóða sig fram til forsetaembættisins fjórða kjörtímabilið í röð er ekki þar með sagt að aðrir geti ekki boðið sér fram gegn honum. Það gerist einmitt í janúar þegar Gerður nokkur Önnudóttir tilkynnir framboð sitt til forsetaembættisins í lok janúar. Á blaðamannafundi hefur hún þetta að segja: ¨Það gengur auðvitað ekki stundinni lengur að eitthvert karlrassgat geti setið á þessum áhrifamikla valdastól til eilífðar. Verði ég kjörin hyggst ég beita áhrifum embættisins til þess að eyða þessu valdabrölti þessarra aumingja sem að kalla sig karlmenn. Þetta er skylda mín sem kona, dóttir móðurlands vor¨. Það sem er áhugaverðast við framboð hennar er að hún kemur ekki fram í eigin persónu á blaðamannafundinn heldur sendir hún vinkonu sína með gamla kasettu þar sem fullyrðingarnar djörfu koma fram. Íslendingar enda í fjórða sæti í Evrópumótinu á handbolta í Noregi eftir að hafa tapað fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum og Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Í kjölfarið þora Pólverjar, búsettir á Íslandi, ekki út fyrir hússins dyr vegna ótta við reiðra íslendinga. Stofnað er félag þjóðrækinna íslendinga. Þeir mótmæla harðlega vanþakklæti Pólverja gagnvart okkur Íslendingum. ¨Þetta vanþakklæti sést best á því að þessi þjóð, ef þjóð skyldi kalla, dirfist að senda sitt besta handknattleikslið á móti þjóðinni sem að veita þeim þær vinnur sem þeir fá ekki í heimalandi sínu¨. Í kjölfarið verður stofnaður stjórnmálaafl þjóðrækinna íslendinga sem rennur síðar saman við Frjálslynda flokkinn. ¨Nýtt sjónarhorn sem vantar hefur í íslensk stjórnmál¨ segir Jón Magnússon.

Í febrúar verður allt vitlaust í þjóðfélaginu þegar kemur í ljós að Magni ¨Rockstar¨ og Birgitta taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Félag íslenskra hnakka með Egil ¨Gillzenegger¨ Einarsson efla til hópgöngu niður Laugarveginn að fyrirmynd Ómarsgöngunnar um árið. Í stað slagorða er lag Barða Jóhannssonar, ¨Hey, hey, hey, we say ho, ho, ho¨ stöðugt sungið af mótmælendum. Þýski eðaltónlistarmaðurinn Scooter er heiðursgestur göngunnar og heldur ræðu um það að kommjörsalisminn sé að ganga að tónlistinni dauðri. Í kjölfarið er stofnað stjórnmálaafl hnakka með Gillzenegger sem formann. Fljótlega rennur hópurinn saman við Sjálfstæðisflokkinn. ¨Nýtt sjónarhorn sem íslensk stjórnmál hefur skort¨ segir Gísli Marteinn Baldursson. Gísli Marteinn mun síðan komast á samning hjá Ríkissjónvarpinu í lok febrúar um skemmtiþátt með stjórnmálalegu ívafi. Meðstjórnandi hans verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ólafur Teitur Guðnason sem verður fulltrúi vinstrimanna.

Í  mars dregur Gerður Önnudóttir forsetaframboð sitt til baka. Í ljós kemur að Gerður er ekki sú sem hún segist vera heldur er þetta prakkarinn og Skagamaðurinn Vífill Atlason sem á síðasta ári gerði garðinn frægann sem símavinur George W. Bush. Í samtali við Hannes Hólmstein Gissurarson, nýjann umsjónarmann Kastljóssins, segir Vífill aldrei hafa gefist upp á því að hitta Bandaríkjaforseta og taldi sig eiga meiri möguleika á því ef hann væri forseti Íslands. Þar sem hann hafði ekki aldur til þess að bjóða sig fram sjálfur notaði hann nafnið Gerður Önnudóttir. Forsetabaráttuna ætlaði hann að há með pistlum og bloggsíðu sinni og reglulegum hljóðupptökum. Þá aðferð segir hann vera vinsæla í Saudi-Arabíu og taldi hann að vel mætti reyna á hana hér á landi. Gerður (eða Vífill) hafði mælst með 56 prósenta stuðning samkvæmt skoðunarkönnun Morgunblaðsins. Á sama tíma mælist hún (eða hann) með 3 prósenta stuðning í könnun Gallups. ¨Vondir starfshættir hjá Gallup¨ segir Styrmir Gunnarsson. Sjónvarpsþættirnir ¨Næturvaktin¨ eru sýndur í Svíþjóð. Þeir valda fjaðrafoki þar í landi vegna þess að Svíar telja sig geta lesið móðgun í garð þeirra í þáttunum. Svíar hóta að verja Íslendinga ekki ef ske kynni að ráðist yrði á landið. Geir Haarde og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, halda krísufund um málefnið. Einhvernveginn kom út úr þeim fundi að Svíar skuldbinda sig til að hafa tvær sprengiflugvélar stöðugt á Íslandi. ¨Táknrænar flugavélar sem endurspeglar vináttuna milli Svía og Íslendinga¨ kallar Geir flugvélarnar.

Í byrjun apríl bíður Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur beiðni frá George W. Bush um að Ísland verði gert að 51 fylki Bandaríkjanna. Sjálfstæðismenn taka vel í beiðnina og krefst þess að haldnar verði kosningar um málið. Kosningarnar eru boðaðar í lok mánaðarins. Niðurstöður hennar eru þær að 36 prósent landsmanna vilja ganga inn í Bandaríkin. Frekari kannanir sína að þeir sem voru jákvæðir í garð þess að ganga inn í Bandaríkin voru allir Sjálfstæðismenn. Á kosningadegi mætir forsætisráðherra skælbrosandi í sjónvarpssal hjá Gísla Marteini, Ólafi Teiti og Ragnhildi Steinunni og útskýrir fyrir þjóðinni hvaða tækifæri væru fyrir hendi ef að við gengum í Bandaríkin og hvað Bandaríkjastjórn væru góð við okkur. Hannes Hólmsteinn útskýrir í sama þætti hvað einstök fylki í Bandaríkjunum hefðu það betri en velferðarþjóðfélag eins og til dæmis Svíþjóð. Fulltrúi vinstrimanna, Ólafur Teitur Guðnason, mælir einnig eindregið með inngöngu í Bandaríkin.

Í maí fellur framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva út í forkeppninni í Belgrad. Egill ¨Gillzenegger¨ Einarsson segir í spjalli við Hannes Hólmstein í Kastljósinu að honum sárni frammistaða Íslands í keppninni og leggur til að ¨við hættum þessu eindæmis rugli sem þessi keppni sé¨. Hannes Hólmsteinn samþykkir það. Eftir þáttinn gengur hann inn í skrifstofu Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og leggur til að við hættum að taka þátt í keppninni. Með samþykki sínu neyðist Páll Magnússon að segja af sér sem útvarpsstjóri. Þó furðurlegt sé er Gillzenegger gerður að útvarpsstjóra í stað Páls. Óánægjuraddir halda fram að hann hefði aldrei orðið útvarpsstjóri ef að hann væri ekki í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, er fenginn sem verktaki til þess að verja þessa ákvörðun vegna starfsreynslu sinnar á því sviði. Það gengur vel hjá honum. Svo vel að hann ákveður að stofna eins manns fyrirtæki sem að gengur út á að verja ósiðlegar og jafnvel ólöglegar starfsráðningar. Hann er meðal annars fenginn til þess að réttlæta kynbundin launamismun og svo framvegis. Hann er strax kærður af Feministafélagi Íslands. Þar sem að hann er kærður fyrir að verja ólöglega starfsráðningu á Norð-Austurlandi er mál hans tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands-Eystra. Hann er sýknaður.

Í júní heldur Vífill Atlason áfram að reyna að ná sambandi við George W. Bush. Hann hafði bundið miklar vonir við það að Ísland yrði hluti af Bandaríkjunum. Hann var meðal annars kosningastjóri þeirra sem vildu ganga inn í Bandaríkin. Þar sem að hann má ekki fara til Bandaríkjanna  fær hann Geir Ólafs með sér í lið til að flytja Bush til Íslands. Hann er þá nýbúinn að fá samþykki Nancy Sinatra til að koma til Íslands til að halda tónleika á Broadway. Það gerir hún þann 16. júní. Íslandsmótið í knattspyrnu þróast á hefðbundinn hátt. KR verða neðstir út júní. Valur, ÍA og FH berjast um titilinn og Fjölnir blandar sér óvænt í þann pakka í júní. Séð og heyrt fá nóg af efni þennan mánuðinn vegna þess að frægur leikari venur komur sínar hingað til lands og virðist eiga í sambandi við fræga íslenska konu. Þetta er allt heldur óskýrt en mér sýnist vera um að ræða hjartaknúsarann Jake Gyllenhaal og íslenska konan sýnist mér vera Unnur Birna Vilhjálmsdóttir.

Framhald af þessarri völvuspá set ég hingað inn eftir nokkra íhugun og lestur í kristalskúluna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband