8.1.2008 | 15:33
Hverju skal trúa?
Sælt veri fólkið.
Þeir sem fara reglulega á fotbolti.net og gras.is hafa ef til vill tekið eftir því að alþjóðasamtök sparkspekinga og tölfræðinga, sem kalla sig IFFHS, hafa gert styrkleikalista yfir knattspyrnudeildir í heiminum. Landsbankadeildin lendir þar í 97. sæti. Í sætunum í kringum okkar ylhýru Landsbankadeild eru deildirnar í Víetnam og Kýpur sem teljast aðeins sterkari og deildirnar í Kazakhstan og Bosníu-Hersegovínu sem álitnar eru aðeins veikari. Það sem þó slær augað er að svo virðist vera að einungis séu efstu deildir landanna talið með. Það þarf engann snilling til að sjá að velflest liðin í næstefstudeild í Englandi og Spáni eru betri en liðin í Landsbankadeildinni. Sama stefna virðist vera hjá þessum samtökum þegar þeir raða upp félagsliðum eftir styrkleika. Þar komast fyrrum Íslandsmeistarar FH í 298. sæti ásamt Hammerby frá Svíþjóð, Real CD España San Pedro Sula frá Hondúras og FC TV MK Tallínn frá Eistlandi. Efsta liðið í næstefstu deild í Englandi, WBA, kemst ekki á listann.
Það er stór spurning hverjir þeir eru sem gera þennan lista. Eru þetta til dæmis atvinnublaðamenn og virtir tölfræðingar sem að búa til þennan lista eða er um að ræða almennari samtök. Mér finnst til að mynda ekkert sérstaklega professjónalt, ef ég má sletta, að hvergi á listanum sé að finna lið á borð við WBA, Watford, Bristol City, Stoke og Charlton úr ensku næstefstu deildinni og önnur svipuð lið úr næstefstu deildinni á Spáni en að FH Hafnarfjörður sé þar.... Auk þess sem að þeir eru ekkert besta knattspyrnulið á Íslandi. Valur er besta knattspyrnulið á Íslandi. Ef þið viljið skoða þetta betur má finna þessa lista á www.iffhs.de.
Fyrst ég er farinn að tala um Val má ég til að nefna nokkrar staðreyndir um árið 2007.
Íslandsmeistari í handbolta karla: Valur
Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna: Valur
Íslandsmeistari í knattspyrnu karla: Valur
Besti leikmaður handknattleikstímabilsins 2006-2007: Markús Máni Michaelsson Maude, leikmaður Vals
Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar: Helgi Sigurðsson, leikmaður Vals
Knattspyrnukona ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals
Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals
Í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins: Ólafur Stefánsson, uppalinn í Val
Valdir í heimsliðið í handbolta seint á árinu 2007: Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson, báðir uppaldir í Val.
Lið ársins: Án vafa Valur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 20:02
Völvuspá 2008
Jæja börnin góð. Nú hef ég ekki almennilega bloggað í nokkra mánuði og tími til kominn að snúa blaðinu við núna á nýju ári. Kominn er tími fyrir hina árlegu völvuspá mína. Völvuspána fyrir árið sem nú er liðið má finna á gamla blogginu mína.
Fyrri hlutann má sjá á http://blog.central.is/bardurih?page=comments&id=2564379#co og seinni hlutann má sjá á http://blog.central.is/bardurih?page=comments&id=2566450#co. En nú er ekki til setunnar boðið og kominn tími til að afhjúpa árið 2008.
Janúar mun verða afskaplega rólegur á meðan íslendingar jafna sig á neyslufylleríinu um jólin og.... tjah venjulega fylleríinu um áramótin. Þó að Ólafur Ragnar Grímsson hafi í áramótaávarpi sínu sagt að hinn hyggi bjóða sig fram til forsetaembættisins fjórða kjörtímabilið í röð er ekki þar með sagt að aðrir geti ekki boðið sér fram gegn honum. Það gerist einmitt í janúar þegar Gerður nokkur Önnudóttir tilkynnir framboð sitt til forsetaembættisins í lok janúar. Á blaðamannafundi hefur hún þetta að segja: ¨Það gengur auðvitað ekki stundinni lengur að eitthvert karlrassgat geti setið á þessum áhrifamikla valdastól til eilífðar. Verði ég kjörin hyggst ég beita áhrifum embættisins til þess að eyða þessu valdabrölti þessarra aumingja sem að kalla sig karlmenn. Þetta er skylda mín sem kona, dóttir móðurlands vor¨. Það sem er áhugaverðast við framboð hennar er að hún kemur ekki fram í eigin persónu á blaðamannafundinn heldur sendir hún vinkonu sína með gamla kasettu þar sem fullyrðingarnar djörfu koma fram. Íslendingar enda í fjórða sæti í Evrópumótinu á handbolta í Noregi eftir að hafa tapað fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum og Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Í kjölfarið þora Pólverjar, búsettir á Íslandi, ekki út fyrir hússins dyr vegna ótta við reiðra íslendinga. Stofnað er félag þjóðrækinna íslendinga. Þeir mótmæla harðlega vanþakklæti Pólverja gagnvart okkur Íslendingum. ¨Þetta vanþakklæti sést best á því að þessi þjóð, ef þjóð skyldi kalla, dirfist að senda sitt besta handknattleikslið á móti þjóðinni sem að veita þeim þær vinnur sem þeir fá ekki í heimalandi sínu¨. Í kjölfarið verður stofnaður stjórnmálaafl þjóðrækinna íslendinga sem rennur síðar saman við Frjálslynda flokkinn. ¨Nýtt sjónarhorn sem vantar hefur í íslensk stjórnmál¨ segir Jón Magnússon.
Í febrúar verður allt vitlaust í þjóðfélaginu þegar kemur í ljós að Magni ¨Rockstar¨ og Birgitta taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Félag íslenskra hnakka með Egil ¨Gillzenegger¨ Einarsson efla til hópgöngu niður Laugarveginn að fyrirmynd Ómarsgöngunnar um árið. Í stað slagorða er lag Barða Jóhannssonar, ¨Hey, hey, hey, we say ho, ho, ho¨ stöðugt sungið af mótmælendum. Þýski eðaltónlistarmaðurinn Scooter er heiðursgestur göngunnar og heldur ræðu um það að kommjörsalisminn sé að ganga að tónlistinni dauðri. Í kjölfarið er stofnað stjórnmálaafl hnakka með Gillzenegger sem formann. Fljótlega rennur hópurinn saman við Sjálfstæðisflokkinn. ¨Nýtt sjónarhorn sem íslensk stjórnmál hefur skort¨ segir Gísli Marteinn Baldursson. Gísli Marteinn mun síðan komast á samning hjá Ríkissjónvarpinu í lok febrúar um skemmtiþátt með stjórnmálalegu ívafi. Meðstjórnandi hans verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ólafur Teitur Guðnason sem verður fulltrúi vinstrimanna.
Í mars dregur Gerður Önnudóttir forsetaframboð sitt til baka. Í ljós kemur að Gerður er ekki sú sem hún segist vera heldur er þetta prakkarinn og Skagamaðurinn Vífill Atlason sem á síðasta ári gerði garðinn frægann sem símavinur George W. Bush. Í samtali við Hannes Hólmstein Gissurarson, nýjann umsjónarmann Kastljóssins, segir Vífill aldrei hafa gefist upp á því að hitta Bandaríkjaforseta og taldi sig eiga meiri möguleika á því ef hann væri forseti Íslands. Þar sem hann hafði ekki aldur til þess að bjóða sig fram sjálfur notaði hann nafnið Gerður Önnudóttir. Forsetabaráttuna ætlaði hann að há með pistlum og bloggsíðu sinni og reglulegum hljóðupptökum. Þá aðferð segir hann vera vinsæla í Saudi-Arabíu og taldi hann að vel mætti reyna á hana hér á landi. Gerður (eða Vífill) hafði mælst með 56 prósenta stuðning samkvæmt skoðunarkönnun Morgunblaðsins. Á sama tíma mælist hún (eða hann) með 3 prósenta stuðning í könnun Gallups. ¨Vondir starfshættir hjá Gallup¨ segir Styrmir Gunnarsson. Sjónvarpsþættirnir ¨Næturvaktin¨ eru sýndur í Svíþjóð. Þeir valda fjaðrafoki þar í landi vegna þess að Svíar telja sig geta lesið móðgun í garð þeirra í þáttunum. Svíar hóta að verja Íslendinga ekki ef ske kynni að ráðist yrði á landið. Geir Haarde og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, halda krísufund um málefnið. Einhvernveginn kom út úr þeim fundi að Svíar skuldbinda sig til að hafa tvær sprengiflugvélar stöðugt á Íslandi. ¨Táknrænar flugavélar sem endurspeglar vináttuna milli Svía og Íslendinga¨ kallar Geir flugvélarnar.
Í byrjun apríl bíður Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur beiðni frá George W. Bush um að Ísland verði gert að 51 fylki Bandaríkjanna. Sjálfstæðismenn taka vel í beiðnina og krefst þess að haldnar verði kosningar um málið. Kosningarnar eru boðaðar í lok mánaðarins. Niðurstöður hennar eru þær að 36 prósent landsmanna vilja ganga inn í Bandaríkin. Frekari kannanir sína að þeir sem voru jákvæðir í garð þess að ganga inn í Bandaríkin voru allir Sjálfstæðismenn. Á kosningadegi mætir forsætisráðherra skælbrosandi í sjónvarpssal hjá Gísla Marteini, Ólafi Teiti og Ragnhildi Steinunni og útskýrir fyrir þjóðinni hvaða tækifæri væru fyrir hendi ef að við gengum í Bandaríkin og hvað Bandaríkjastjórn væru góð við okkur. Hannes Hólmsteinn útskýrir í sama þætti hvað einstök fylki í Bandaríkjunum hefðu það betri en velferðarþjóðfélag eins og til dæmis Svíþjóð. Fulltrúi vinstrimanna, Ólafur Teitur Guðnason, mælir einnig eindregið með inngöngu í Bandaríkin.
Í maí fellur framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva út í forkeppninni í Belgrad. Egill ¨Gillzenegger¨ Einarsson segir í spjalli við Hannes Hólmstein í Kastljósinu að honum sárni frammistaða Íslands í keppninni og leggur til að ¨við hættum þessu eindæmis rugli sem þessi keppni sé¨. Hannes Hólmsteinn samþykkir það. Eftir þáttinn gengur hann inn í skrifstofu Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og leggur til að við hættum að taka þátt í keppninni. Með samþykki sínu neyðist Páll Magnússon að segja af sér sem útvarpsstjóri. Þó furðurlegt sé er Gillzenegger gerður að útvarpsstjóra í stað Páls. Óánægjuraddir halda fram að hann hefði aldrei orðið útvarpsstjóri ef að hann væri ekki í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, er fenginn sem verktaki til þess að verja þessa ákvörðun vegna starfsreynslu sinnar á því sviði. Það gengur vel hjá honum. Svo vel að hann ákveður að stofna eins manns fyrirtæki sem að gengur út á að verja ósiðlegar og jafnvel ólöglegar starfsráðningar. Hann er meðal annars fenginn til þess að réttlæta kynbundin launamismun og svo framvegis. Hann er strax kærður af Feministafélagi Íslands. Þar sem að hann er kærður fyrir að verja ólöglega starfsráðningu á Norð-Austurlandi er mál hans tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands-Eystra. Hann er sýknaður.
Í júní heldur Vífill Atlason áfram að reyna að ná sambandi við George W. Bush. Hann hafði bundið miklar vonir við það að Ísland yrði hluti af Bandaríkjunum. Hann var meðal annars kosningastjóri þeirra sem vildu ganga inn í Bandaríkin. Þar sem að hann má ekki fara til Bandaríkjanna fær hann Geir Ólafs með sér í lið til að flytja Bush til Íslands. Hann er þá nýbúinn að fá samþykki Nancy Sinatra til að koma til Íslands til að halda tónleika á Broadway. Það gerir hún þann 16. júní. Íslandsmótið í knattspyrnu þróast á hefðbundinn hátt. KR verða neðstir út júní. Valur, ÍA og FH berjast um titilinn og Fjölnir blandar sér óvænt í þann pakka í júní. Séð og heyrt fá nóg af efni þennan mánuðinn vegna þess að frægur leikari venur komur sínar hingað til lands og virðist eiga í sambandi við fræga íslenska konu. Þetta er allt heldur óskýrt en mér sýnist vera um að ræða hjartaknúsarann Jake Gyllenhaal og íslenska konan sýnist mér vera Unnur Birna Vilhjálmsdóttir.
Framhald af þessarri völvuspá set ég hingað inn eftir nokkra íhugun og lestur í kristalskúluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 23:17
Að vera nörd..... eða að ekki vera nörd.
Jæja, svona mikið nörd er ég. Aðallega í kjánalegum aðstæðum. 100 prósent þeirra sem hafa tekið prófið skoruðu hærra í raunvísindum heldur en ég. Sögulegt? Kom mér samt á óvart að ég virðist vera meiri nörd í svona Sci-Fi rugli heldur en í sögu og bókmenntum. Magnaður andskoti. Fékk þó þau skilaboð að ég væri ¨Non-nerd¨. Prófið þetta á nerdtest.com.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 13:58
Sleggjudómar almennings
Ég ætla ekki að vernda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn en þegar menn láta lausan tauminn á bloggsíðum sínum hvað dómar eru mildir hér á landi hlýtur maður að biðja fólk um að staldra við og íhuga hvað fólk er að miða dómana við. Á hverjum einasta degi sjáum við fréttir frá dómum í Bandaríkjunum. Á hverjum degi eru bandarískir þættir í sjónvarpinu sem dómar koma við sögu. Við verðum að passa okkur að missa okkur ekki í refsigleðinni. Er möguleiki að þriggja til fjögurra ára fangelsi sé í raunveruleikanum nógur dómur fyrir nauðgun? Sumum kann að finnast ekki en án þessarra áhrifa frá Bandaríkjunum kunna sumum að finnast það nóg.
Viljum við sjá 30 ára fangelsi fyrir að lemja mann með hafnaboltakylfu eins og í Bandaríkjunum?
Viljum við sjá 10 ára harðæri barna fyrir eitthvað sem er gert í hugsunarleysi æskunnar eins og í Bandaríkjunum?
Er fólk almennt að átta sig á hvernig það er að vera fastur í refsifangelsi í fjögur ár?
Vissulega má endurskoða marga dóma en ég bið fólk um að velta þessum hlutum fyrir sér áður en það leggur fram sleggjudóma.
Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.7.2007 | 17:22
Það hlaut bara að koma að þessu.
Jæja, það bara hlaut að koma að því. Persónulega er ég hissa á því hvað hann hefur fengið marga sénsa hjá kröfuhörðum KR-ingum. Logi Ólafs gerði hóp nörda að fótboltamönnum og nú er gaman að sjá hvort hann geti gert hóp KR-inga að fótboltamönnum . En í alvöru talað hlýtur þetta að fara að smella hjá KR. Ég kyngi því nú ekki alveg að liðið falli um deild. Þó að ég þoli ekki KR er jú alltaf gaman að fara í Vesturbæinn að sjá Val spila á móti KR-ingunum en í næstu umferð Landsbankadeildarinnar eigast einmitt þessi lið við. Ég myndi allavega ekki fagna sérstaklega falli þeirri eins og -hbg í Fréttablaðinu þegar Valur féll. Eins eiga KR-ingar toppstuðningsmenn, því er ekki að neita. Ekki mörg botnlið sem fá svona marga áhorfendur á leiki hjá sér. Eins og kom fram í færslu minni í mars spái ég Frömurum fallsætið og held mig við þá spá. Að vísu spáði ég KR-ingum annað sæti og FH-ingum þriðja sæti en það er ekki beint líklegt að staðan verði svoleiðis að lokum.
En nóg um það.
Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2007 | 19:34
-hbg í Fréttablaðinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 00:15
FH Íslandsmeistari???
6. umferðin er búin og FH orðið Íslandsmeistari? Það er merkilegt hvernig hægt er að eigna liði titilinn sem er ekki með meira en fjögra stiga forskot á næsta lið þegar tólf umferðir eru eftir. 36 stig. FH á meira að segja eftir að spila tvisar við Val, liðið í öðru sæti. Ekki misskilja mig, FH er með frábært lið en sumir íþróttafréttamenn á Sýn mega alveg slaka á. Ég stend enn í þeirri trú að mínir menn í Val verði Íslandsmeistarar.
Hvað get ég meira sagt? Ég fer í hvorki fleiri né færri en þrjár útskriftarveislur á laugardag. Nú er maður staddur á þeim aldri sem fólkið sem maður þekkir fer að klára BA-prófin sín og býður manni í veislu fullri af dýrindis góðgæti. Þetta er alltaf ákveðin tímabil í lífi manns sem maður fer ósjaldan í veislur. Um tvítugt eru það stúdentaveislur hjá vinum manns, 23-25 ára er ekkert líklegt að maður fari í útskriftaveislur hjá vinum manns sem hafa náð BA-gráðu og síðan skilst mér að tíu árum seinni þverfóti ekki fyrir brúðkaupum. Þar á milli fæðast krakkar og fólk fagnar þrítugsafmælum. Einn þeirra duglegu sem fagnar BA prófi er æskuvinur minn, Jón Steinar (ekki Gunnlaugsson..... heldur Garðarsson Mýrdal). Ég óska honum til hamingju með áfangann (nú bara hlýtur þú að kommenta strákur). Eðlisfræðin hefur átt hug hans allan síðan að hann byrjaði í HÍ en hann er sko ekkert hættur strákurinn. Mastersnámið er eftir. Sjálfur stefni ég á að klára mitt BA próf að ári liðnu. Ekkert sérstaklega margt sem bendir til þess að ég klári með fyrstu einkun en pælingin var að skrá sig í meistanám í blaða- og fréttamennsku að BA námi loknu. Ef ég næ ekki fyrstu einkun tek ég barasta eitt ár í diplómunám í fjölmiðlafræði og brillera þar og fer síðan í masterinn í blaða- og fréttamennsku.
En allavega má hér sjá herramanninn til hægri.
Til hamingju strákur!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2007 | 17:26
Svíagrýlan gengur aftur
Jæja, 5-0 fyrir Svía. Slæmt tap en ýmislegt gott við það sem Eyjólfur Gjafar er að gera. Vonum að tíma ¨farþeganna¨ í liðinu sé liðinn, þ.e.a.s. að leikmönnum sé refsað ef þeit hafa verið að spila illa síðasta leik. Ég hugsa að munurinn á liðunum sé ekki svona mikill. Svíar eru með betri leikmenn í öllum stöðum en ekki svona rosalega mikið betri. KR-vesalingarnir á sammarinn.com segjast vera með svarið. Bara setja nógu mikið af KR-ingum í liðið. Vilja Pétur Marteinsson, leikmann þess liðs í Landsbankadeildinni sem hefur einfalslega spilað lélegasta boltann, og Indriða Sigurðsson, B-klassamann í norsku deildinni. Er ekki sammála þeim. Indriði væri kannski ágætisleikmaður hér á landi en enginn yfirburðaleikmaður. Betra að veita yngri leikmönnum tækifæri. Við vitum hvað Gunnar Þór, Theódór Elmar og Birkir geta. Theódór í Glasgow Celtic og Gunnar Þór í Hammerby. Líklega á Birkir eftir að komast að bráðlega, á það skilið. Ekki voru það þeir sem voru lélegastir í leikjunum. Það voru nú einmitt þeir sem voru kröftugastir í leikjunum með Brynjari Birni. En þessi KR-blinda þeirra Sammara-manna er víst algeng í Vesturbæ Reykjavíkurþorps. Það líður ekki að löngu þangað til að þeir krefjast þess að Teitur Þórðarson taki við landsliðinu fyrir árangursríkan leik. Ætli það sé ekki bara best að brosa bara að þeim. Leifum Eyjólfi að byggja upp liðið og klára mótið og sjáum síðan til hvað skal gert. Svíar voru víst búnir að spila 11 æfingaleiki á meðan á mótinu hefur staðið á meðan Ísland hefur spilað tvo leiki áður en mótið byrjaði. En hvað getur maður sagt. En ég hef tjáð mig nóg um þennan blessaða leik. Nú eru bara leikir í haust sem við verðum að vona að fari betur. Gefa efnilegum leikmönnum tækifæri, spila nokkra æfingaleiki til að hrista leikmenn saman og búa til gott landslið.
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 21:14
Ísland- Ligtenstæn
Ég ætla mér ekkert að vera frumlegur í þessarri færslu. Ég ætla að tala um það sem hef verið algengt umræðuefni í kaffistofum vinnustaða landsins. Á hverjum einasta vinnustað er allavega einn villtur starfsmaður sem er ekki sáttur með störf Eyjólfs Gjafar Sverrissonar landsliðsþjálfara. Þessi villingur vill meina að 1-1 jafntefli á móti smáþjóð sem ég kann ekki almennilega að stafsetja sé ekki viðunandi árangur. En villingarnir eru ekki alveg með á hreinu hvað skal gera.
Er Eyjólfi Gjafari veitt viðunandi starfsaðstaða? Það held ég ekki. Hvenær lék liðið síðast æfingaleik? Ég man ekki betur en það hafi verið á móti Spánverjum síðasta sumar. Hvernig er hægt að búast við árangri þegar liðið er ekki í æfingu til að leika saman?
Er Eyjólfur að velja vitlaust í liðið? Fyrst að liðið leika enga æfingaleiki til að stilla sig saman ætti ef til vill að velja leikmenn sem spila í Landsbankadeildinni og þekkja allavega eitthvað til hvors annars. Matthías Guðmundsson var ógnandi í fyrri hálfleik á móti Lichtenstein (vona að þetta sé rétt skrifað) og ég held að flestir séu sammála um það að Birkir hafi verið meðal betri leikmanna liðsins þann tíma sem hann spilaði. Ég myndi vilja sjá þá tvo saman í liðinu og jafnvel fleiri úr Landsbankadeildinni. Allavega á meðan liðið spilar ekki æfingaleiki. Einkennileg stefna hjá þeim sem bera ábyrgð á þessu.
En allavega fannst mér kaflar í leiknum á móti Lichtenstein vera eins og meðalleikur hjá botnliði Landsbankadeildarinnar. Hvaða lið er það aftur.... veltum því aðeins fyrir okkur.... hmmm lið staðsett í Vesturbæ Reykjavíkur.....jújú rétt, rétt..... Það er KR.
En ég læt þetta nægja í bili.... reyni að vera duglegri í blogginu.... var svo einfalt í aðdraganda kosninga að blogga bara um pólitík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 14:04
Loksins bloggar maðurinn
Jæja, ætli það sé ekki kominn tími til þess að maður tækli eina bloggfærslu. Það er langt síðan ég bloggaði síðast og margt hefur gerst síðan þá. Við erum að tala um próf og próflestur sem og kosningar. Eitt erfiðasta próf sem ég hef tekið kom í kjölfarið á kosningum og byrjun Landsbankadeildarinnar. Það þarf ekki að spurja að því að það gekk ekki vel í því....en það má svo sem kalla mannvonsku að hafa próf á slíkum tíma. En ég náði þó allavega.... reyndar aðeins með einkunnina 5,5. En það nægir, á eftir að taka ákvörðun um það hvort ég taki prófið aftur í haust. Tek að vísu próf í Afbrotafræði þar sem ég fékk líka 5,5.
Valur í öðru sæti í deildinni eftir þrjár umferðir. Þeir ná vonandi efsta sætinu í kvöld , allavega í einn dag þangað til að leik Fram og FH líkur á morgun. Þeir hafa jú eignast einn landsliðsmann enn. Jú þið heyrðuð rétt. Birkir, Bippó, Svampurinn eða hvernig sem fólk vill kalla hann var valinn í A- landsliðið. Þetta er stórkostlegur árangur hjá stráknum. Hraður frami hjá stráknum sem var mikið utan liðsins fyrir tveim árum en er án vafa hraðasti og besti bakvörður deildarinnar í dag. Vissulega er maður ekkert hlutlaus. Eeeen til hamingju Birkir Már.
Læt fylgja með mynd af kallinum í landsliðsbúningi U-21 árs landsliðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)