Svekkelsi á svekkelsi ofan

Það er alllangt síðan ég hef vippað færslu hér á vefinn og kominn tími til. 

Hvað get ég talað um. Almenningur virðist snúa baki við jafnaðarstefnuna almennt miðað við síðustu skoðanakannanir. Alveg ótrúlegt, fólk virðist bara vilja annað hvort Hægristefnu eða Vinstristefnu. gEkki skynsamt blandað hagkerfi sem útilokar öfgastefnum. Æi, ég nenni ekki einu sinni að vera að svekkja mig yfir þessu. Ég fór á samkundu um dainn þar sem ungt Samfylkingafólk safnaðist saman og hlustuðu á nokkra frambjóðendur segja nokkur orð. Þar sagði Guðmundur nokkur Steingrímsson orð sem fékk mig til að pæla svolítið í hlutunum. Hvað ef það hefði verið Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðins sem hefðu ein staðið bak við það að setja Ísland á lista yfir stuðningsþjóðir USA í innrásinni í Írak og þar með notað aðferðir einræðisríkja. Væri þá Samfylkingin með 35-40 prósent fylgi eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Eins má velta fyrir sér ef að Samfylkingin hafi staðið í lögsóknum við Öryrkjabandalagið og félag ellilífeyrisþega? Væru Samfylkingin þá kannski með þetta sama 35- 40 prósenta fylgi. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin haldi velli. Vonandi breytist eitthvað í kjölfar landsfundarins sem er í fullum gangi núna. 

Ef ekki munu þjóðarhagsmunir tapa og sérhagsmunir vinna þann 12. maí. Þá er ég að tala um alþingiskosningarnar.....ekki Eurovision.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband