Íslenska krónan hrekur fyrirtæki úr landi?

    Ég hló upphátt um daginn við það að hlusta á Rás eitt. Það gerist nánast aldrei. Rás eitt hefur jú hefur ekki gert út á hláturinn en þeim tókst það. Það var Jón Sigurðsson framsóknarmaður sem kom með skemmtiatriði. Framsóknarflokknum gengur illa í könnunum af því að aðferðafræðin er fjandsamleg Framsóknarflokknum. Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor hefur bent á það hvernig fátækt fólk á landinu er skilið eftir í skítnum á meðan þeir ríkari verða ríkari með skattkerfi sem hampar þeim ríkari. Ég tók strætó í dag. Þegar ég tek strætó hugsa ég. Ég hugsaði með mér af hverju fólk með hámarkstekjur hræðast skatta eins og Birkir Már hræðist geitunga. Þetta er fólkið sem á pening og munu áfram eiga pening eftir skatt. Í stað þess er fólk með 150.000 kr í laun með undir 100 þúsund kallinum í ráðstöfunarstekjur. Það er hægt að flækja þetta en í raun er þetta svona einfalt. Ég lýsi ennþá eftir því að fjölmiðlar spurji íslensku fjárfestana hvort þeir muni flytja fyrirtæki sín úr landi ef að fjármagnstekjuskattar og tekjuskattar fyrirtækja hækka. Björgólfur Thor úr Straumi Burðarás vill evruna, Samfylkingin vill evruna. Bjarni Ármanns úr Glitni vill afnema launaleynd, Samfylkingin vill afnema launaleynd. Getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hrekja fyrirtæki úr landi....sem á víst að gerast ef Samfylkingin og VG komast í stjórn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha?! ég hræddur við geitunga... þetta er bara ekki satt :P

Birkir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Bárður Ingi Helgason

Nei, kannski ekkert svo hræddur. Þetta fékk þig þó allavega til að kommenta svona einu sinni.

Bárður Ingi Helgason, 29.4.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband